01.09.2008 11:25
Helgin liðin.

Jóhanna var að vinna allan laugardaginn og til sex um nóttina við talningu í versluninni og Vilmundur gisti hjá okkur. Gunni var líka að vinna alla helgina og nennti ekki með mér á laugardagskvöldið. Svo þeir karlmennirnir vildu vera heima og ég nennti ekki ein. En nú er ég búin að vera að skoða myndir sem hafa verið teknar. Mikið á 245.is. Líka hjá Bjössa bróður og svo eru nokkrar hjá Ingþór. Setti tengil hans hér til hægri svo þið getið kíkt á fjörið!

En í dag á ég von á góðum gestum frá Húsavík. Hafliða, Huld og Jóa með Margréti Sif sem ég hef aldrei séð. Þau eru að fara til Tenerife í fyrramálið. Svo verður Hrafntinna hjá mér eftir að ég kem úr þjálfuninni. Hún er búin á leikskólanum klukkan tvö og þangað sæki ég hana. Mamma hennar er að fara í einhverskonar mömmuhitting. (nýtt orð fyrir mér

En þetta læt ég duga að sinni.
Hafið það sem best.
Silla.
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52