01.09.2008 11:25

Helgin liðin.

........

Góðan daginn. Þá er Sandgerðishelgin liðin. Ég held að hún hafi tekist mjög vel. Það kom að vísu heljar haustlægð á föstudag en þá voru flest atriði innanhúss. Ég fór nú ekki eins mikið og mig langaði til. Okkur var t.d boðið í sextugsafmæli eitt kvöldið. En ég skrapp á laugardeginum og var t.d viðstödd þegar listaverk í tilefni 100 ára vélbátaútgerðar í Sandgerði var afhjúpað. Það var gaman og ég fann þar marga sem mér fannst gaman að hitta. 

Jóhanna var að vinna allan laugardaginn og til sex um nóttina við talningu í versluninni og Vilmundur gisti hjá okkur. Gunni var líka að vinna alla helgina og nennti ekki með mér á laugardagskvöldið. Svo þeir karlmennirnir vildu vera heima og ég nennti ekki ein. En nú er ég búin að vera að skoða myndir sem hafa verið teknar. Mikið á 245.is. Líka hjá Bjössa bróður og svo eru nokkrar hjá Ingþór. Setti tengil hans hér til hægri svo þið getið kíkt á fjörið!

En í dag á ég von á góðum gestum frá Húsavík. Hafliða, Huld og Jóa með Margréti Sif sem ég hef aldrei séð. Þau eru að fara til Tenerife í fyrramálið. Svo verður Hrafntinna hjá mér eftir að ég kem úr þjálfuninni. Hún er búin á leikskólanum klukkan tvö og þangað sæki ég hana. Mamma hennar er að fara í einhverskonar mömmuhitting. (nýtt orð fyrir mér 

En þetta læt ég duga að sinni.
Hafið það sem best.
Silla.


Flettingar í dag: 1469
Gestir í dag: 191
Flettingar í gær: 1223
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 210575
Samtals gestir: 38699
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 23:14:42