04.09.2008 17:03

Dagurinn nálgast!!


 Jæja nú fer betri helmingurinn að nálgast sjötugsaldurinn. Á mánudaginn næsta verður Gunni 60 ára..En við ætlum að laumast úr húsi þá stundina. Fyrir tíu árum hélt hann upp á afmælið í Samkomuhúsinu og þá mættu amk 110 manns. Það var fjör þá og verður ekki toppað.

En við finnum okkur eitthvað að dunda við og heimsækjum einhverja vandamenn sem geta ekkert annað en tekið á móti okkur..Aumingja þau! Annars ætla ég að segja ykkur það allt seinna. En hér er blíðan eins og flesta daga í sumar og það lítur út fyrir að þetta verði gott haust. Vonandi. Svo er ljósanótt um næstu helgi í Reykjanesbæ og við verðum að vona að þeir fái gott veður og enn betra en við á Sandgerðisdögum

Annars hef ég heldur lítið að skrifa um. Vona bara að þið hafið það sem allra best.
Kveðja úr Heiðarbænum.
Silla
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52