14.09.2008 19:58
Í aðgerð á morgun.
Hæ hæ. Ég er að fara í aðgerð á hnénu á morgun! Það verður kannski erfitt fyrst á eftir en hlýtur svo að skána.
Nú eru komnir inn fullt af nýjum broskörlum á 123.is eins og þið sjáið. Nú þarf ég að setja inn nokkra....ha ha.

Í dag fórum við Jóhanna og mamma í afmæli til Möllu
... Hún varð 75 ára og er ekkjan hans Nonna frænda. Jón og mamma voru systrabörn. Marinella Haraldsdóttir er reyndar Sandgerðingur að uppruna og æskuár hennar voru í Uppsölum..(nú Uppsalavegur 8.)..Þau Nonni og Malla voru afar ung þegar þau byrjuðu saman. Hún var 14 ára og hann 18 ára..Hann lést fyrir 6 árum síðan aðeins 73 ára.
Það var mjög gaman að hitta frændfólkið og frábært að sjá hver svipar til hvers. En þarna hitti ég líka Lilju Braga, Ragnheiði Valdimars og fleiri.Gaman að spjalla aðeins
.....


En sem sagt nú er bara fasta framundan og svo að bruna í bæinn í fyrramálið. Ég læt þetta duga þar til næst. Líði ykkur sem best.

Ykkar Silla.
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52