16.09.2008 21:19
Óveður.

Góða kvöldið.
Nú er heldur betur farið að blása. Leyfar af hitabeltisstorminum IKE eru víst að flengjast hingað til Íslands. Og veðrið á að versna með kvöldinu að sögn veðurfræðinga. Gunni er búinn að tína inn stytturnar mínar og ég vona að allt lauslegt sé komið í hús. Það getur orðið hvasst hér á Stafnesinu eins og víða á landinu og farið hátt í hæstu hviðum. En að öllu jöfnu er hér logn.
Hnéaðgerðin sem ég fór í tókst bara vel held ég. Nú er bara að vera hlýðin og góð og fara ekki í fjallgöngur strax...Reyndar er ég ekki í þeim svona almennt en ég verð að fara varlega fyrst um sinn. Ég er reyndar hissa hvað mér finnst ég orðin góð og finn alls ekki svo mikið til..Gærdagurinn var reyndar frekar þreytandi en það hefur sennilega mest verið út af svæfingunni.
En af því ég er föst hér heima og keyri ekki í nokkra daga þá hef ég fengið góða gesti til mín. Linda kom með Júlíu Lindu og Konný með Jóhann Sveinbjörn og Arnar Smára. Svo kom Maddý með heklunálina með sér því við vorum að spá í teppi sem ég þykist ætla að hekla. Svo hef ég tölvuna mína og les fréttir í henni. Ég er farin að venjast því og þá þarf ég ekki að henda eins miklum pappír.
En ágætu vinir ég ætla ekki að hafa þetta lengra og bestu kveðjur til ykkar allra.
Ykkar Silla.

Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54