23.09.2008 12:01
Komin á ról.

Komið þið sæl. Ein góð frá því í gamla daga og sígild:
Nú er ég klædd og komin á ról
Kristur Jesú veri mitt skjól
Í guðsóttanum gef þú mér
að ganga í dag svo líki þér.
Það eina sem ég hef oft velt fyrir mér það er þetta orð Guðsótti. Mér finnst að við eigum ekki að lifa í guðsótta heldur guðskærleika og trú. En þetta er sjálfsagt gamalt og gott! En ég fór að hugsa um þetta í samhengi við að ég er nú að koma til og farin að sleppa hækjunni, innanhúss allavega. Bráðum verð ég farin að hlaupa.
Og í dag ætla ég í búð að kaupa í ísskápinn.. Mamma þarf að fara í búð og tengdamamma er orðin vörulaus
...Svo ég ætla að skreppa. Og hef örugglega gott af því. Ég fer bara varlega og tek blessaða hækjuna með til vara. Annars er ég búin að fara nokkrum sinnum og æfa mig í tröppunum og þetta er bara mikið betra en ég þorði að vona. Kannski ég komist á hjólið bráðum. Læknirinn sagði að hjólreiðarnar væru mjög góðar í mínu tilfelli. Það er bara að vona að haustið verði ekki bara rok og rigning.

Konný var hjá mér í gær og var að reyna að kenna mér á myndaalbúmin. Það gengur hálf treglega. En þeir á 123.is skiptu um kerfi í vetur þegar ég var rétt að komast upp á lagið. En ég hlýt að læra inn á þetta. Gallinn við mig er að ég vil velja myndir inn, ekki setja allt sem ég tek og það flækir málin..
Svo kannski ég komi með nokkrar nýjar myndir frá haustinu inn á næstunni.

En ég læt þetta duga í bili. Eigið góðan dag.
Ykkar Silla.
Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54