08.10.2008 15:16

Jæja.

emoticon
 Jæja það er nú lítið hægt að segja eins og staðan er á Íslandi í dag. Allavega ekki hægt að skrifa of mikið um það sem allir eru að hugsa um eða er í undirmeðvitundinni. KREPPA.

Svo það er bara að snúa sér að daglegu lífi og vona að landsfeðurnir fari að ná tökum á málum. Linda kom í morgun og var að hjálpa mér. Annars er ég orðin svo góð í hnénu að það er ekki til mikilla trafala. Ég er meira að segja byrjuð í rópjóga hjá Guðrúnu Gunnars. Einu sinni bar ég hana á háhesti en það er nú orðið langt síðan. Hún er barnabarn Guðrúnar og Guðmundar í Bala.

En tengdamamma er á spítala. Hún var með mjög slæman bakverk og var mynduð og þá kom í ljós að hún var með þrjú brot á hryggnum. Svo var farið að skoða þetta nánar og hún er með svona rosalega beinþynningu. Vissi reyndar fyrir að hún væri með hana. En hún fær svo mikil hóstaköst og hjúkrunarfræðingurinn telur að það hafi valdið sprungunum. Hún reykir mikið vægt til orða tekið. Svo hún fær lyf í æð til að reyna að hefta þynninguna. Sennilega fær hún að koma heim í kvöld.

En Fúsamenn eru uppi í Búrfelli og ég veit ekki hvort Gunni kemur heim í kvöld. Þar eru þeir vonandi á endasprettinum. Þeir vinna myrkranna á milli og allar helgar ef viðrar vel. 

Í fyrrakvöld fór ég á kaffi Duus og hitti nokkrar bloggvinkonur af moggablogginu mínu. Það var mjög gaman og þrjár þeirra hafði ég ekki séð. Allavega ekki hitt þær. En við vorum sjö og tvær ungar dætur Dóru Birgis. Þær sá ég einhverntímann þegar þær voru litlar því Dóra og Milla mamma hennar bjuggu í Sandgerði í tugi ára.

Jæja nú styttist í jógatímann og svo þarf ég sennilega að ná í tengdó.
Hafið það sem best,
Ykkar Silla.
Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54