13.10.2008 14:45
Í vikubyrjun.

En í Danmörku gengur Eiríki og fjölskyldu illa að fá pening út fyrir mat og öðrum nauðsynjum. Vona að það hafi lagast í dag. En um helgina náðu þau að kaupa mat á kretitkortið. Einhvern veginn hefst þetta allt vonandi. Um annað er bara ekki að ræða.
En talandi um mat þá bauð Bjössi og Ísar okkur í mat í fyrrakvöld. Þar var fínasta ungnautakjöt á borðum. Ölli og Benni voru mættir líka. Auk þeirra voru þar Elín og börn. Í gærkvöldi var svo stór hluti af fjölskyldunni hér hjá okkur. Það voru tíu sem komu í lambalæri og lundir, ís og nammi. Svo ekki vorum við svöng þessa helgina.
En tengdamamma er ekki hress. Hún er komin af spítalanum og ekkert er hægt að gera fyrir hana annað en að hún tekur verkjalyf. Svo það er ekki gott ástand þar. Í fyrradag fór ég með mömmu smá rúnt og við fórum nýja veginn. Ósabotnaveginn. Stoppuðum svo dálítið hér í Heiðarbænum og kíktum við í kirkjugarðinum á leiðinni til baka til Sandgerðis.
En að öðru leiti er allt fínt að frétta. Nóg að gera í Fúsa og allt gengur sinn vana gang.
Bestu kveðjur inn í vikuna.
Ykkar Silla.

Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54