16.10.2008 21:16
Vegamæling.

Já nú er það mál málanna. Vegamæling. Nú er nýi Ósabotnavegurinn orðinn vel ökufær og ég fer hann næstum daglega. Og í dag datt mér í hug að mæla hann í kílómetrum eða þannig. Og í dag fór ég sem leið lá inn í Bónus og þar var staðan 14,5 km. Svo ók ég eftir Hafnargötunni og kom við þar við í búð. Þar næst upp Aðalgötu og heimleiðis. Þegar ég kom heim var ég búin að keyra 35 km. Sem segir mér að ef ég hefði eingöngu farið í Bónus og nærliggjandi búðir hefði ég aðeins ekið tæpa 30 km í stað 35. Svo þetta er sannarlega ávinningur fyrir okkur í dreifbýlinu Stafneshverfi. Og ekki síst ef við ætlum að fara á höfuðborgarsvæðið.
En að öðru. Þjóðin og við öll erum í losti. Við erum reið þessum ofurhugum sem yfirveðsettu okkur Íslendinga og við erum ÖSKUREIÐ Bretum.. Reyndar aðeins forsætisráðherranum Gordon Brown og hans fylgifiskum. Við erum ekki reið bresku þjóðinni. Hún hefur ekkert til saka unnið frekar en við almenningur á Íslandi.
En við verðum að halda sjó. Öll sem eitt. Fjölskyldur standa nú saman..Fyrirtæki sem útvega atvinnuna eru í hættu og við verðum að taka móralskan þátt í því. Ef við höfum ekki atvinnu þá er ekki gott í efni. Ég er stjórnarmaður í verkalýðsfélagi og þar erum við að reyna að finna einhverja útgönguleið. En elsku vinir tökum utan um hvert annað í þessum þrengingum sem yfir okkur dynja.
En að svo sögðu óska ég ykkur góðrar stundar og sofið sem best Elskulegu vinir.
Kveðja úr Heiðarbæ.
Ykkar Silla.

Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54