21.10.2008 20:51
Innlit vina.

Hæ öll!
Þessir dagar undanfarið hafa verið óraunverulegir svo ekki sé meira sagt. En þar með er ekki sagt að við séum fallin í einhverja sorg Íslendingar..NEI..NEI..NEI.. Við gefumst ekki upp þó á móti blási. Og þvílíkt hvað það yljaði mér um hjartarætur að heyra í vinum frá Færeyjum í útvarpinu í dag.
Og ég sem bæjarfulltrúi Sandgerðisbæjar í tólf ár (1994-2006 ) er furðu og skelfingu lostin. Hef áhyggjur af málunum. Ég hugsa um innstæður Sandgerðisbæjar í Sparisjóðnum og fleira..Þið vitið það sem að lesið bloggið mitt hér að ég tala yfirleitt lítið um mitt bæjarfulltrúatímabil. Kannski meðvitað og kannski ómeðvitað.
Ekki þannig að þeir tímar hafi verið slæmir. Aldeilis ekki. Þetta eru held ég bestu tímar ævi minnar fyrir utan fjölskyldulífið sem allir hljóta að sjá að eru bestu stundirnar. Ég hef það á tilfinningunni að ég hafi gert góða hluti fyrir Sandgerðisbæ og yfir því er ég glöð. Ég held ég hafi þar (í þessu samfélagi bæjarstjórnar) einnig eignast mína allra bestu vini. Auðvitað eru ekki æskuvinir mínir þar meðtaldir eins og Maddý og Gísli, Sigrún og Alli, Mummi G. Hulda Kristjáns og fleiri.
Þessir vinir úr bæjarvinnunni verða hér ekki upp taldir. En þeir vita það þessar elskur við hverja er átt. Og ég vil hér þakka þeim fyrir virkilega góða vináttu.
En það sem ég ætlaði að tala um sérstaklega er innlit á bloggið mitt. Sumir ..flestir skrifa í athugasemdir (comment). En nokkrir skrifa í Gestabókina. Og þar hafa skrifað margir sem ég hef ekki hitt lengi. Þóra Kjartans..Sigrún. Sibba..Svandís..Lillý..Guðbjörg..Sævar..og öll þið elsku vinir sem væri of langt mál að telja upp. En mig langar samt að nefna það að það gladdi mig mikið að fá kveðju frá minni gömlu og góðu vinkonu Hönnu Þóru sem ég fékk í gær.
En að endingu vil ég segja: Lifið heil og takið utan um hvert annað..Það er alltaf jafn áríðandi.
Bestu kveðjur úr Heiðarbænum.
Silla.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51