25.10.2008 10:18

Vetrarbyrjun.

emoticon
Heil og sæl. Þá er vetur konungur genginn í garð samkvæmt dagatalinu. Og ekki hefur verið skortur á fréttum af veðri. Ófært í flugi um landið og fleira. Í fyrrakvöld urðu flugvélar að lenda á Egilstöðum í stað Sandgerðisflugvallar!! En veðrið í fyrrinótt fór fram hjá mér því ég gisti í Reykjavík og þar virtist ekki vera neitt að veðri..En í þessum stóru húsum finnst nú líklega minna fyrir veðri. Allavega finnum við vel fyrir veðrinu hér í Heiðarbæ. En það er nú stundum bara notalegt í hófi. En í dag er bara blíða..

Ég var í bænum eins og ég sagði á ársfundi Alþýðusambands Íslands. Þessi fundur var nú haldinn í skugga bágrar efnahagsstöðu landsins okkar því miður. Og auðvitað sást það á fólki. Þó var reynt að halda uppi smá glensi inn á milli. En aðaláherslan var á að gæta þess að þeir sem minnst mega sín yrðu aðstoðaðir eins og í sambandi við húsnæðislán og fleira í þeim dúr.

Yfirskrift fundarins var ákveðin fyrir mörgum mánuðum og var Áfram Ísland fyrir unga fólkið og framtíðina. Ekki átti það síður við núna þó að efnahagsmálin væru fyrirferðarmest. Svo var kosinn nýr forsti sambandsins. Gylfi Arnbjörnsson er nýr forseti og var Grétar Þorsteinsson kvaddur eftir tólf ára setu. Grétar er mjög ljúfur maður og hefur staðið sig vel, þó ekki hafi farið fyrir miklum hávaða hjá honum. Reyndar er hann frændi minn og við höfum verið að spjalla saman um ættina okkar Lækjabotnaætt.

Ég hitti eins og oft áður mág minn Eið Stefánsson á fundinum. Einnig Konráð bróðurson Gunna. Ekki veit ég hvort þeir hafi komist heim vegna veðurs fyrir norðan og austan. En ég hef heyrt að það viðri illa þar í bili.

En í dag ætlar að vera hjá mér Vilmundur Árni. Mamma hans er að vinna og löng helgi hjá honum. Veit ekki um Garðar Inga hvort hann kemur líka eða verður heima hjá systir sinni eða fer til frænku sinnar eða ömmu í Sandgerði. Auðvitað vill hann eyða frítímanum í nágrenni við vini sína svo það kemur í ljós í dag.

En ég læt þetta duga í bili. Góðar kveðjur úr Heiðarbæ.
Silla.


Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52