29.10.2008 11:08
Úr landi.
Hæ hæ og góðan dag. Nei ég er ekki flúin úr landi..nei nei. En Maddý og Gísli eru farin af landi brott. Þau eru heldur ekki flúin. Eru bara farin til Flórida í húsið sitt í Epplagötu í Jacksonville. Þau fóru í gær og ég hefði alveg getað hugsað mér að vera samfó.
Reyndar fékk nú Gunni ferð þangað (fyrir okkur bæði og heim aftur) í afmælisgjöf í síðasta mánuði (60 ára) svo það gæti vænkast hagurinn eitthvað. Það væri nú ekki amalegt að kíkja í Epplagötuna og hitta svo Dísu og krakkana og David og Stacey sem örugglega munu kíkja niðureftir. Það er sex tíma keyrsla frá þeim í Atlanta til Jacks.
En þetta kemur allt í ljós. Vonandi fer gengið að verða stöðugra. Þetta ástand hjá okkur er skelfilegt. Vextir Seðlabankans komnir í 18% og hvað gerist næst. En mikið þótti mér vænt um að heyra að Færeyingar vinir okkar ætluðu að leggjast á árarnar með okkur. Ég gleymi aldrei aðstoðinni frá þeim í Vestmannaeyjagosinu 1973. Vonandi getum við einhverntímann rétt þeim hjálparhönd. Þeir hafa alltaf verið vinir okkar. En stundum hefur mér fundist Íslendingar sýna þeim tómlæti. Og margir hafa aldrei farið til Færeyja þó þeir hafi kannski farið alla leið til Ásralíu eða til annarra fjarlægra landa.
Það er verið að segja upp fólki atvinnunni til hægri og vinstri. Líka hér í Sandgerði. Það er allt betra en atvinnuleysi..Vona að börnin mín komist í gegn um þessa lægð ..Og það þýðir ekkert annað fyrir okkur en vera bjartsýn...
En brosum nú og knúsum hvort annað.
Kveðja úr Heiðarbæ.
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52