31.10.2008 22:16
Atvinna.

Góða kvöldið öll sömul bæði nær og fjær.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Gamalt og gott máltæki sem á við um svo marga hluti. Og núna þegar fólk missir atvinnuna í þúsundatali eru örugglega margir sem hugsa eitthvað í þessa áttina. Um þessi mánaðarmót veit ég um tvær mjög nákomnar mér sem hafa fengið uppsagnarbréf.
Ég heimsótti þær báðar í dag. Önnur er Lilla vinkona og hin er Konný dóttir mín. Lilla er svo heppin að eiga þriggja mánaða uppsagnarfrest og í apótekinu var einnig annari sagt upp sem hafði unnið stutt. Þar var farið eftir starfsaldri. En Konný sem er búin að vinna tæpt ár á Vitanum á bara mánuð í uppsagnarfrest. Það er þeim mun erfiðara að kyngja því hjá henni að hún átti aðeins einn mánuð annann eftir í vinnu fram að því að hún hætti vegna þess að hún er ófrísk. Þetta skerðir að líkindum fæðingarorlofið hennar fyrir utan allt annað. Maður veltir fyrir sér siðfræði nú um stundir. En ekki orð um það meir.
En svo verðum við líka að líta á að þó erfitt sé að missa vinnu þá er ýmislegt svo miklu verra. Bára frænka hans Gunna var að missa dóttur sína hana Lindu. Hún var 49 ára og það er mikil sorg hjá gömlu konunni að sjá á eftir dóttur sinni sem var reyndar fyrirvinnan á heimilinu. Bróðir hennar Donald er atvinnulaus. Þau bjuggu þrjú saman og það eru myndir af þeim í albúminu mínu frá því við fórum til LA í janúar s.l.
Svo er Gunni Þór frændi Gunna búinn að standa í ströngu eða réttara sagt konan hans hún Stína. Hún fékk einhverskonar heilaæxli (sjaldgæfan sjúkdóm) og hún þurfti að fara út til Stokkhólms í mikla aðgerð. Hún er nú komin heim eftir um það bil tvær vikur úti og liggur á spítala hér heima í einangrun eftir því sem Gunni sagði okkur. Gangi þeim allt í haginn en aðgerðin gekk að vonum.
Svo peningar og peningaleysi..þar með talið atvinnumissir er ekki verst þó vont sé. Alltaf getum við og verðum að sjá ljósið. Annað er ekki til umræðu. Við vorum að tala við Eirík rétt í þessu sem berst við blankheitin eins og aðrir fjölskyldumenn í námi erlendis.
Svo að lokum sendi ég ykkur öllum bestu kveðjur hvar sem þið eruð á jarðarkringlunni. Í Flórida ....í Los Angeles.... í Danmörku....á Spáni..... (S og A).... á Norðurlandinu og bara alls staðar elskurnar.
Góða nótt.
.

Ykkar Silla.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51