04.11.2008 19:10

Helst í fréttum!


Komið þið sæl.emoticon
Það er nú ekkert helst í fréttum. Ég var bara að gera ykkur forvitin. Í dag var ég að elda fyrir Fúsana mína og einnig í gær. Nú eru þeir komnir að mestu heim og búnir uppi í Búrfelli. Svo þá er ég komin í gírinn í að finna eitthvað handa þeim í gogginn. 

Ég var líka að passa fyrir Lindu í dag. Og Júlía litla brosti og hló. Mér skilst samt að hún sé ekki eins brosmild um nætur núna. Hún er líklega að taka tennur blessunin. Svo var Fluga að leika sér við okkur og Júlía fékk hiksta af hlátri..Fluga er labradorhundur Jóns og Lindu.

Við Konný skruppum í VSFK og spurðum um réttindi fólks í uppsögnum..Og það var sem mig grunaði..Það er ólögmætt að segja upp ófrískri konu nema að um hópuppsögn sé um að ræða. Það var ekki í þessu tilfelli og reyndar var hún með lengstan starfsaldur af þeim þrem sem vinna saman þarna. En nú er Konný orðin svo sár að ég veit ekki hvað hún gerir. Hættir líklega um leið og núverandi uppsögn tekur gildi. Reynir að gera gott úr hlutunum.

En annars er allt gott að frétta. Reyndar utan vandræðaástandsins í efnahagsmálum sem er bara mannskemmandi að blogga um. Alltaf eitthvað nýtt í fréttum á hverjum degi, annað en einhverjar aðgerðir sem stjórnvöld virðast ekki hafa mikið af...Því miður. Það er slæmt að ekkert eða lítið sé að gerast til styrkingar í þessum þrengingum.

En ég frétti að David og Stacey hafi komið í heimsókn í Epplagötu og það hafi verið fjör á bæ. Það styttist í að afmælisbarnið fari í heimsókn (ég fæ að fljóta með) þangað og þá verður aftur fjöremoticon ...En nú eru þau í miðjum forsetakosningum. Ekki fá þau að kjósa. En Dísa og co reyndar. Það hlýtur að vera spennandi að fylgjast með þarna úti. Það er eins og þetta sé okkar annað föðurland svo mikið sem við erum búin að vera í USA..En nei við verðum að treysta því að það verði lífvænlegt á Íslandi í framtíðinni þrátt fyrir allt.

Að lokum ..Bestu kveðjur til ykkar úr Heiðarbæ..emoticon


Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51