09.11.2008 21:25

Ísland í dag.

emoticon
Hæ hæ. Það gengur mikið á hjá okkur Íslendingum. Á hverjum degi fáum við fréttir af allavega spillingu eða ráðleysi. Já ráðleysið og dáðleysið virðist algjört og litlar upplýsingar sem við fólkið sem byggir þetta land fær. Ég held að þetta sé alltaf að versna. En þrátt fyrir það verðum við að halda ró okkar enda lítið að gera annað en vona það besta. Og vera góð hvort við annað.

Við erum komin áratugi aftur í tímann og gjaldeyrisflæði milli landa er í molum. Fyrirtæki með fiskútflutning fá ekki peninga fyrir afurðir sem það hefur sent út. Verst hefur þetta verið í viðskiptum við Bretland. En svo er gjaldeyrir líka skammtaður. Ef fólk eins og við sem fyrir löngu höfum borgað ferð (afmælisgjöfin) ja þá þurfum við að sýna farseðil til að fá fimmtíu þúsund! Í dollurum nú ca 380.emoticon Í dönskum krónum 2.300 kr. Það er svo sem gott að reyna að spara þá daga sem fólk er erlendis EN! Og að nota kretitkort er auðvitað ávísun á eitthvað óþekkt. Við höfum áhyggjur af námsfjölskyldunni í Danmörku en vonum það besta. En við höfum verið í sambandi við þau undanfarið og einhvernveginn blessast þetta..

En um helgina voru næturgestir í Heiðarbæ og nóg að gera. Linda kom og gisti aðfaranótt laugardags. Jón vildi endilega að hún tæki smá frí. Júlía Linda er búin að vera erfið um nætur og það var æðislegt fyrir mömmuna að fá að sofa heila nótt og hvíla sig. Svo sl.nótt gistu bræðurnir Garðar Ingi og Vilmundur Árni ásamt Jóhanni Sveinbirni frænda sínum. Alltaf fjör að gista í sveitinni.

Í dag fór ég svo og náði í mömmu og við kíktum við hjá Sigga Eiríks í Norðurkoti. Þar vorum við boðnar í kaffi og spjall! Svo fór mamma til Bjössa og svo komu þau í mat í Heiðarbæ. Lambalifur úr Bónus og kartöflur úr Nýlendugörðum. Umm..nammi.

En annað hef ég ekki í kollinum í bili annað en bara blíðuveður marga síðustu daga.
Kveðjur til ykkar allra.
Silla.emoticon
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51