17.11.2008 22:35

Hvalsnessókn.


 Stutt kvöldblogg!
 
Var áðan á aðalsafnaðarnefndarfundi..Vá langt orð. En þetta var tveggja tíma fundur og bara fínn. Ekki margt fólk en fínn samt. Það er margt um að vera í safnaðarstarfinu nú um þessar mundir. Það veitir ekki af að létta fólki áhyggjurnar með samverustundum og fleiru. Kirkjan og bæjarfélagið eru með fundaröð um allavega efni tengt ástandinu og á fimmtudaginn 27.nóvember verður fundur um fjármál og hugmyndin er að hafa eitthvað að borða...súpu og fleira.

En annars er allt ágætt að frétta. Það styttist í afmælisferðina og ég vona að það verði hvíld frá argaþrasinu. Ég fer í sjúkraþjálfun í fyrramálið kl.9.30 og ætla þessvegna ekki að blogga meira núna. Koma mér í háttinn svo það verði tími fyrir kaffisopa og lesa fréttir áður en ég fer. Það er nú reyndar netlestur...

Hafið það gott nær og fjær.
Kveðja úr Heiðarbæ.


Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51