25.11.2008 18:27
Jólaljósin.

Halló öll. Nú fer að koma að því að kveikja á jólaljósunum. Fyrsti sunnudagur í aðventu er á sunnudaginn næsta. Það verður kveikt á jólatré Sandgerðisbæjar á laugardaginn. Ekki veitir af að lýsa upp skammdegið núna. Ekki síður að lýsa upp í hugum fólks. Ég hef sjaldan fundið fyrir svona mikilli óvissu og áhyggjum hjá fólki og núna.
En allt gengur þetta nú einhvernveginn. Og gott að hugsa til jólanna og hvað það gerir okkur gott að gleðja aðra. Og þá er ég ekki að tala bara um gjafir. Ég er að tala um meiri samskipti og að taka utan um hvert annað. Sem við eigum auðvitað alltaf að vera dugleg við.
Það er öruggt að jólagjafir verða ekki dýrar um þessi jól enda ekki þörf á því. Á okkar heimilum hafa aldrei verið gefnar dýrar gjafir. En þær verða kannski enn minni í krónum talið nú. En kerti og spil í gamla daga , kannski ein bók og eitthvað smá fatakyns gladdi og lýsti jafn vel upp hugann og aðrar dýrari gjafir gera í dag.
En þetta var svona smá hugleiðing um verðmæti. Þau verða nefnilega ekki mæld í aurum. En það er búið að vera nóg að gera í Fúsa ehf og jafnvel von á verkefni núna strax á eftir því sem er að ljúka. Það er frábært ef af verður því alltaf þarf að vera að huga að verkefnum. Vonum að það gangi allt upp.
En ég hef þetta ekki lengra og bestu kveðjur til ykkar nær og fjær.
Silla.
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52