28.11.2008 17:27

Þakkargjörð.

emoticon
Heil og sæl..og ekkert væl.
Í Bandaríkjunum er þakkargjörðardagur og hann var í gær. Mummi bekkjarbróðir minn sendi mér póst og var að hjálpa konunni með kalkúninn klukkan níu að morgni. Þetta er siður hjá þeim alveg frá tíð Abrahams Lincon að ég held. 

En í gærkvöld klukkan sjö var samverustund í Safnaðarheimilinu í Sandgerði og um leið fyrirlestur um fjármál. (Ekki veitir af)..En þessi stund var frábær. Þarna voru samankomin um þrjátíu manns og margir komu með mat og allavega góðgæti með sér. Úr varð hlaðborð sem hefði verið sæmandi í hvaða veislu sem væri. Mitt framlag var súpa og brauð. Sr. Björn Sveinn Björnsson byrjaði á hugvekju. Við sungum saman tvo sálma og svo hélt Garðar Björgvinsson fyrirlestur um fjármál. Hann var mjög góður og ekki var tíminn lengi að líða og mikið hlegið þrátt fyrir þrengingar. Klukkan var orðin hálf ellefu þegar ég kom heim í Heiðarbæinn.

Svo það var nokkurskonar þakkargjörðarmáltíð hjá okkur í gær. Og inntakið í þessum sið er jú góður og er ekki ástæða til að þakka bara fyrir að hafa góða heilsu?

En nú er frost úti og hefur verið rok undanfarna daga en er nú að róast hér sunnan heiða allavega. En fyrir norðan og vestan er búin að vera stórhríð og allt ófært. Skólum aflýst víða og auðvitað flugi. Við erum bara heppin að það hefur verið auð jörð hér. 

Læt þetta duga að sinni.
Góðar kveðjur úr Heiðarbæ.
Silla.
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52