01.12.2008 20:55
Stutt blogg.

Jæja ég ætla aðeins að láta heyra í mér. Var að snúast ýmislegt í dag og kíkti svo til mömmu. Hún er alltaf jafn dugleg í handmenntinni. Svei mér hún slær öllum út. Búin að föndra fyrir litlu börnin og sum þau stærri. Það fer enginn í jólaköttinn í ár.
Svo kíkti ég á tengdamömmu. Hún er nú ekki jafn hress því miður. Hefur verið að berjast við beinþynningu og fleiri krankleika.
En nú fer að styttast í afmælisferðina og ég læt ykkur heyra frá mér ef ég get. Týra verður hjá Benna og Ölla og Vikký hjá Svandísi. Svo verður Linda hér annað slagið og Bjössi og Stafnesbræður með eftirlitið á Heiðarbænum. Hafið það öll sem best og bestu kveðjur.
Ykkar Silla.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51