04.12.2008 22:27
Miami Beach og Key West!
Hæ öll sömul. Eins og þið vitið mörg erum við í Flórida og við vorum löngu búin að skipuleggja ferð með Maddý og Gísla á suðurhluta Flóridaskagans. Svo nú erum við stödd í Key West sem er syðsti og vestasti oddi skagans. Það hefur verið yndislegt veður og mikil breyting úr frostinu sem var þegar við fórum á þriðjudag. Í gær gistum við á Miami Beach, verðum hér í nótt og svo er hugmyndin að fara í einni lotu heim í Jacksonville.
Við fórum í dag og skoðuðum safn um Hemingway. Húsið hans og söguna á bak við rithöfundinn. Við vorum í kasti yfir einu! Hann átti alltaf fullt af köttum og þeir halda þeim sið og þarna búa nú 49 kettir. Þeir fengu tveir að lúra í hjónarúminu hans þó við mættum ekki snerta rúmstólpann. Ja hérna hér. Svo fórum við og skoðuðum bryggjuhúsahverfi. Ég meina hús á floti eins og bátar. Þar var auðvitað misjafn að sjá allt frá hassstrákum í hálfgerðum hreysum og svo fín og sæt hjón á ungum aldri eins og við sem voru að elda og hafa það huggulegt. Sumir búnir að setja upp jólaskreytingarnar og þetta verður manni eftir minnilegt svo ekki sé meira sagt.
Já þetta var nú það sem ég ætlaði að koma á framfæri svona í bili. Það er lélegt símasamband hér. Við erum reyndar ekki að hringja neitt enn sms koma öfug til baka. Gunna langar að heyra í Fúsa (getur ekki stillt sig um að hugsa til vinnunnar) og besta ráðið er að senda tölvupóst. Það virðist allstaðar vera nettenging enda er ég að blogga til ykkar..
En ég læt þetta duga í bili. Eigið öll góðar stundir, nær og fjær.
Ykkar Silla.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51