07.12.2008 23:05

Jacksonville.

emoticon 
Halló öll. Við höfum það gott í sólinni á Florida. Það var að  vísu kaldara í dag en yfir tuttugu stig um miðjan dag og við fórum nú aðeins í sólbað við Maddý. Það er svo fínt í bakgarðinum hjá henni og alveg friður og lokað. Svo fórum við á markaðinn og löbbuðum helling. Það er nú ekki dýrt dótið þar en af misjöfnum gæðum!! Gunni fann samt flottar málningargræjur á spottprís. Það var mikill  fjöldi fólks eins og á Laugavegi í des og örugglega margir að nota þennann verslunarmáta til að kaupa jólagjafirnar. Fleiri blankir en Íslendingar!!

En Dísa kom yfir í gær og líka Nonni og Kathy. Svo það var fjör í bæ. Maddý og Gísli fara heim á miðvikudag og ég reikna með að við förum þá eftir það og kíkjum á David og Stacey. Við erum með jólasveina og kaffitárkaffi handa þeim.
 
Við vonum að allir hafi það gott heima. Það er indælt að sleppa við kælinguna smátíma og vera hér. Þessi hálfi mánuður verður  örugglega fljótur að líða. Nú eru vinirnir (karlarnir okkar) að fara að grilla og við töfrum fram sósu, kartöflur og grænmet á meðan við frænkurnar og vinkonurnar. Já Dísa gaf okkur frábært jólaskraut í gærkvöld sem verður gaman að sýna börnunum.

Ég læt þetta duga í bili..Bið að heilsa öllum og verið nú dugleg að kommenta.
Bestu kveðjur úr Epplagötu frá okkur öllum.
Silla.

Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52