10.12.2008 05:03
Sólarkveðjur.

Og svo fara Maddý og Gísli heim á morgun. Við keyrum þau á Sanford flugvöll eftir hádegi. Þangað er tæplega tveggja tíma ferð. Og á fimmtudag ætlum við að skreppa norður til David og Stacey og vera allavega eina nótt. Tíminn verður sko floginn áður en maður veit af því svo förum við heim næsta þriðjudag..Komum að morgni miðvikudags. En ég held svei mér að ég hafi fengið betri helminginn til að slappa eitthvað af. Það hefur ekki gengið of vel undanfarna mánuði vegna sífelldrar hugsunar um vinnu og verkefni í fyrirtækinu. En við höfum verið að ralla svolítið í búðum og skoða og svo bara verið í sólinni..Reyndar ekki Gunni hann flýr inn yfir miðjan daginn með suduku.
En ég læt þetta duga í dag. Það er reyndar kominn nótt heima á Íslandi...Hafið það sem allra best. Sólarkveðjur frá okkur öllum í Epplagötu.

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51