13.12.2008 21:34
Komin frá Atlanta.

Hæ allir heima og heiman.
Við komum til Jacksonville í dag um hálf fjögur (8.30 heima) frá Atlanta. Þar vorum við í góðu yfirlæti í tvær nætur. Það var heitt þar um 80gr þar til í morgun að það hafði kólnað og var bara svona 10 stig á Íslenskan mælikvarða. En það er aðeins heitara hér í Jax og bjart og fínt. En nú styttist í heimferðina. Reyndar þrjár nætur eftir og flugnóttin!
Við erum búin að hafa það fínt. Nú eru Maddý og Gísli komin heim í jólasnjóinn og við sendum okkar bestu kveðjur. Við erum þakklát fyrir að fá að vera í litla kósý húsinu þeirra og Ölla. Við eigum eftir að finna okkur bílaleigubíl til að keyra út á flugvöll í Sanford og erinda svona sitt lítið af hvoru. Núna erum við að fá okkur kaffi og pústa eftir fimm tíma ferðina í dag. En vegirnir hér eru nú ekki slæmir. Fáar brekkur og beygjur. Beinar brautir. Engin hálka.

En ég vildi bara láta ykkur heyra í mér. Búin að frétta að Linda hafi fengið bráðaofnæmi sem ekki er alveg búið. Hún fékk sprautu í gærkvöldi. Hún var nánast aldrei veik sem krakki en þó var það eitt sinn þegar hún var rúmlega ársgömul að hún fékk einhver sýklalyf og fékk svo hræðilegt ofnæmi. Þá var sagt að hún mætti alls ekki fá það aftur. En við vorum svo heppin að hún var mjög hraust og þurfti lítið á lyfjum að halda. En þarna þegar hún fékk þessi ósköp forðum var einmitt verið að ferma Eirik og Lilja Karls bjargaði mér alveg. Hún og Bóbó gengu um gólf með hana heima hjá sér allan daginn. En hún fékk svo mótefni og við höfum ekki vitað af þessu meir. Líklega er þetta einhver sérstök tegund af sýklalyfi sem hún þolir ekki.
Ætli ég láti þetta ekki duga í dag..Bestu kveðjur úr Epplagötu.

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51