20.12.2008 20:40
Jólin nálgast.

Gott kvöld.
Nú nálgast jólahátíðin óðfluga. Hún mun örugglega lýsa upp hjá okkur eins og vanalega. Og nú er þörf á samheldni, góðvild og umhyggju ekki síður en áður.
Það hefur verið nóg að snúast hjá Heiðarbæjarkerlu. Í morgun vaknaði ég eldsnemma ...JÁ trúið mér klukkan sex. Þá byrjaði Vikký að gelta eins og óður hundur í kjallaranum! Ég vissi að ektamakinn vaknaði við þetta líka og við sögðum hvort við annað...Ætli að það sé komin mýsla í kjallarann!

En ekki gátum við séð nein merki um það. En í snjónum er viss hætta á að þessar elskur smygli sér inn ef hurð er opin smá stund. En allavega ég fór á fætur hálf sjö í morgun og tel að ég sé þar með búin að snúa upp á tímamuninn sem er hér og í Epplagötu (FL).
Ég fór að fara yfir restina af ferðaplöggunum og læddist svo í tölvuna til að kíkja á fréttir og bloggvini. Ég er nefnilega líka með síðu á mbl.is. Það er svona aukasíða en ekki heimasíða. Mér finnst gaman að fylgjast með ef tími gefst og skoða til dæmis hvað bloggvinir mínir eru að fjalla um. Og þeirra skoðanir eru sennilega eins margar og þeir eru margir. Það er gott og með vilja valið hjá mér. Ekki væri gott ef allir hugsuðu eins.
En svo hringdi Gunni og það þurfti að elda mat í Fúsagengi. Svo heilinn fór á fullt að finna út hvað ég ætti að gefa níu svöngum vinnumönnum. En það gekk nú allt upp og þeir fengu orku til að halda áfram ofan í tönkunum í Helguvík.
Svo skellti ég mér í Reykjavík til Maddý og Gísla með smá hluti sem ég ferjaði heim frá FL. Og ekki var verra að fara heim með vestfirska skötu sem þau gáfu mér til að elda hér í Heiðarbænum á Þorláksmessu. Á leiðinni heim kom ég við í Bónus og keypti mest af því sem vantaði fyrir jólin. Á jólunum verða mömmur okkar hjá okkur og Jóhanna þar sem pabbajól eru á þeim bæ.
Svo tók ég Garðar með mér heim og Jóhanna sótti hann eftir að hún var búin í vinnunni. Ástrós var heima að passa Vilmund og Jóhann.
En svo í lokin..Góðar stundir.

Ykkar Silla.
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52