02.01.2009 17:35
Pedró, Carlos og Carmen.
Góðan dag á nýju ári.
Ég fékk þrjú í gistingu um helgina! Það eru voffarnir hennar Svandísar. Svo hundahótelið í kjallaranum er fullnýtt. Vikký var hin glaðasta með að fá þau en Ladý Týra er í bæjarflakki. Hún er hjá frændum mínum Benna og Ölla. Annsi dugleg að væla sig inn til þeirra blessunin.
En annars er allt svona nokkuð rólegt. Ég skrapp í Keflavík til að ná mér í fisk í matinn. Ekki fær maður í soðið eins og í gamla daga þegar tengdapabbi og fleiri voru á sjó. Nú er allt háð kvóta. En í bæjarferðinni minni rakst ég á heiðurshjónin Sigurð Jóns og Ástu Arnmunds. Það var gaman að rekast á þau. Voru þau komin austan úr sveitum (Árnesi) til að kíkja á börnin sín sem búa hér suðurfrá. Í sömu verslun hitti ég Lindu mína sem var þar með yngstu ömmustelpurnar mínar þær Hrafntinnu og Júlíu Lindu.
Og þeir eru ekki að vinna um helgina Fúsagengið. Búnir að ná ákveðnum áfanga. Svo það er fínt hjá þeim að fá smá helgarfrí. Ég bókaði í dag jólagjöfina okkar! Ferðina til Eiríks, Lilju, Þorsteins, Helga og Sigurbjargar í Sönderborg. Farið verður héðan kl. átta á fimmtudagsmorgni 15.janúar og heim á mánudagskvöldi 19.janúar. Það er ágætistími því við þurfum líka að fara í lest frá Köben til þeirra og til baka. Vona að þetta gangi allt upp.
Eins og ég sagði eru komnar inn myndir frá ferðinni til Flórida í des og eitthvað meira. Kíkið endilega á þær ef þið hafið áhuga.
Bestu kveðjur úr Heiðarbæ.
Silla.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51