08.01.2009 17:51
Skammdegi.
Er ekki kominn tími á smáblogg? Er búin að vera í bloggleti. Eða bara LETI. Annars er allt gott að frétta og ekki hægt að kveina yfir óveðri þessa dagana. Ég var í sundi í gærkvöldi og þá var níu stiga hiti. En ég held að spáin hljóði nú upp á að kólni um helgina. Á sama tíma í fyrra var allt á kafi í snjó. Nú er grasið að grænka sem er ekki gott því það á örugglega eftir að koma kuldakast.
En ég var að taka niður jólaskrautið. Lét nú tvö ljós loga út í glugga samt. Það lýsir upp þetta mikla skammdegi. Það verður enn meira myrkur í svona bleytu-þokuveðri. Varla birtir upp. Gatnamótin og kafli við hann á nýja veginum, Ósabotnaveginum sem kom í haust eru skelfilega dimm. Það vantar stikur og vegurinn dökkur. Ég gæti trúað að þeir ætli ekki að ljúka merkingum og fleiru fyrr en í vor. En kaflann þennann ca 300 metra verður að laga fyrr. Við heimamenn erum að venjast þessu en fyrir ókunnuga er þessi afleggjari hættulegur svona.
Gunni fór í eftirlit til hjartalæknisins á mánudag. Hann er búin að vera frekar þreyttur undanfarið með ýmsa kvilla. Blóðþrýstingurinn var jú of hár og læknirinn Jón Högnason bað hann að fara varlega. Ein ástæðan er örugglega kæfisvefninn sem var uppgötgvaður fyrir ári. Þá átti hann að sofa með súrefnisvél sem bara hreint gekk ekki. En nú var hann áframsendur til lungnalæknis með þeim skilaboðum að önnur úræði væru til en þessi bannsetta vél. Þangað fer hann 22.janúar og verður fróðlegt að heyra hvað hann segir um málið.
Jæja nóg af tauti í bili. Hafið það öll sem best á þessu nýbyrjaða ári.
Ykkar Silla í Heiðarbæ.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51