16.01.2009 06:30
Í Gammelhave.

Hæ allir!
Nú erum við að Gammelhave 20 í Lysabild í Danmörku hjá barnabörnunum og foreldrum þeirra..Eiríki og Lilju. Erum bara í leti og sváfum frameftir...nema Eiríkur..Lysabild er rétt við Sönderborg.
Eiríkur var að koma úr síðasta prófinu á önninni og gekk alveg frábærlega. Fékk 4 tólfur og eitthvað annað sem heitir Gott. Við erum mjög glöð með það. Tólf er hæsta einkunn í háskólanum hér. Hann var hæstur ásamt tveim Dönum og það er góður árangur.. Í háskólanum hér Sönderborg eru um 30 Íslendingar 6 eru í hans deild.
Tinna hundur er orðin stór og er hvolpafull og hvort sem þið trúið því eða ekki þekktu þau okkur ferfætlingarnir hún og Brúnó. Elta mig um allt. Ótrúlegt hvað minni hunda er sterkt.
En hér er ágætt veður nokkurra stiga hiti og svipað og heima dagana eftir áramót.. Kannski ekki alveg 9 stig eins og þá. En við vonum að allir hafi það gott heima og bið að heilsa í bili.
Silla og Gunni, Eíríkur,Lilja, Þorsteinn,Helgi og Sigurbjörg í Gammelhave á Jótlandi.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51