20.01.2009 20:47

Heim frá Danmörku.

emoticon
Jæja góðir vinir. Nú erum við settið komið úr heimsókninni til Eiríks,Lilju og barnabarnanna.
Þetta var mjög ánægjuleg ferð og við slöppuðum af og sváfum frameftir hvern dag! Og allt er gott að frétta af þeim og Eiríkur tók góð próf eins og ég sagði ykkur.

Það var kalt í Danmörku þó hitastigið væri hærra en hér. Ca 3-5 gr C. En það er svo mikill raki þar að þegar við komum heim í hita um frostmark fannst okkur bara heitara!! En auðvitað var hér hálka og allt hvítt sem ekki var þar.

Við fórum ekki í lest eins og ég planaði. Feðgarnir Gunni og Eiríkur fundu út að það væri litlu dýrara að fara með flugi! Þetta var svipað og mismunurinn að fara með rútu til Akureyrar eða taka flugið og þið flest þekkið muninn. Flugið tók 40 mínútur..Lestin rúma 4 klukkutíma.

Svo við fengum bara enn meiri tíma í afslöppun bæði hjá Eiríki og í flughöfnunum. Flott og svo eigum við passa í betri stofurnar sem við lærðum ekki að nota fyrr en fyrir tveim árum. Og við sátum í góðu yfirlæti á Kastrup og lásum dönsku blöðin..Fann ekkert um Íslenska skandalinn.

En nú erum við komin heim í íslenskan veruleika. Var að passa fyrir Lindu í dag og gaman að knúsa þær litlu skvísur. Og svo var allt vitlaust við Alþingishúið og ég er ekki hissa. Svo margir sem eiga um sárt að binda. Í Danmörku gengur lífið sinn vanagang nema hjá námsmönnum á námslánum sem eru helmingi minna virði en fyrir ári.

En ég er komin heim og blogga til ykkar fyrr en seinna.
Kveðjur..Ykkar Silla.


Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51