13.02.2009 21:21
Þorrinn og Góan.
Ég sagði ykkur síðast að Lilja Kristín tengdadóttir mín væri komin til landsins til að leysa Sr. Björn Svein af í hans leyfi. Og nú er hún búin að vera að störfum í tíu daga og allt gengur vel að ég held. Reyndar fór hún í höfuðborgina yfir helgina en þar á hún ættingja og vini.
Og reyndar er þetta fyrsta pásan sem hún hefur fengið. Starf prests er erilsamt og ef einhverjir halda að það snúist bara um messur þá er það mikill misskilningur. Allavega stoppar ekki síminn hennar. Og við erum á því að hún haldi bara til hjá okkur og hafi loftið fyrir sig. Þar er herbergi og stofa.Ekki nein þörf á að finna annað húsnæði. Ég veit að það var sjálfsagt af Bjössa hálfu að hún færi í Skúrinn sem við köllum. Við bjuggum þar í tæp tvö ár við góða líðan.
En nú er tímabil þorrablóta og síðan kemur bollu og sprengidagur. Um síðustu helgi buðu Maddý og Gísli hverfinu í þorramat og alles. Þvílíkt flott hjá þeim eins og alltaf. Bjössi, Benni. Ölli, við og fjölskylda Glaumbæjarhjónna komu í matinn.
En nú er Mummi bekkjarbróðir minn líklega kominn til landsins með soninn Skyler. Ég vona að þeir komi við í næstu viku áður en þeir fara heim. Ég ætlaði líka að sýna þeim gamla heimilið hans Mumma. Þar búa Jóhanna og hennar börn núna.
En talandi um Jóhönnu þá eru að komast á samningar milli hennar og Fúsa ehf um að skipta út íbúðinni á Vallargötu 14 fyrir Ásabraut 35. Það leysir vanda hennar og krakkanna.Vonandi heldur Bónus áfram og hún vinnunni!! En það er búið að kaupa flísar og baðherbergisdót...
En nú held ég að ég hætti þessu blaðri. Lifið heil elskurnar mínar. Hvort sem þið eruð í Jax, Atlanta, Milwalkee í Danmörku eða hér heima á Íslandi sem er í kröggum!
Kveðja úr Heiðarbæ.
Ykkar Silla.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51