20.02.2009 08:43
Eftirvænting.
Jæja nú sit ég hér í tölvunni og var að fá mér morgunkaffið. Konný er á leiðinni upp á fæðingardeild og litli prinsinn líklega væntanlegur á næstu klukkutímum. Svo það er bara spennandi tímar núna. Myndavélin hennar er hér og ég er að fara með hana til þeirra hennar og Hannesar.
Í gærkvöldi fengum við heimsókn. Mummi bekkjarbróðir minn frá í barnaskóla kom en hann býr í Seattle í Bandaríkjunum. Við sátum rúma fjóra tíma að spjalli og tíminn flaug eins og hann gerir stundum. Frábært að rifja upp gamla tíma og ræða nýja.

Ég á að fara í sjúkraþjálfun klukkan tólf en ef litli maður verður ekki mættur ætla ég að sleppa því. Ég ætla að fá að sjá hann alveg nýjan. Það er bara að vona að allt gangi nú vel.
Ég hef undanfarið verið að elda handa Fúsagenginu stundum þrem og stundum fimm. Fáir núna og skipta sér stundum á verkin. Það er bara gott meðan eitthvað fæst að gera.
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.
Góðar stundir.
Ykkar Silla.

NÝTT..
Klukkan er 17.30 og við erum búin að eignast þrettánda barnabarnið. Hann fæddist 12.55 og var fimmtán og hálf mörk og fimmtíu og fjórir sentimetrar. Þá eru strákarnir níu og stelpurnar fjórar í barnabarnahópnum. Við erum rík. Auðvitað eru amma og afi búin að kíkja á prinsinn sem er dökkhærður,slettur og fínn.
Silla og Gunni.
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52