12.03.2009 14:49

Tíminn flýgur.


Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Þann 9.mars var eitt ár frá því tengdapabbi kvaddi. En svona er víst lífið. En að öðru. Ég fór á Héraðsfund Kjalarnesprófastsdæmis í gær. Þar var margt um manninn og gaman að hitta þetta fólk allt saman. Ég fór með Reyni og Lilju. En aðalsafnaðarfulltrúinn er Kalli Ottesen en hann fótbrotnaði um daginn og var ekki á bætandi hjá honum. Hann hefur átt við meiðsli að stríða í hné um lengri tíma. En ég er í sóknarnefndinni og fór í staðinn.

Fundurinn núna var í Hafnarfirði. Við byrjuðum á helgistund í Hafnarfjarðarkirkju kl. sex og fluttum okkur svo yfir í Safnaðarheimilið. Strandhamar held ég það heiti. Við vorum ekki komin heim fyrr en um klukkan ellefu..Við Lilja sluppum við að keyra því Reynir fór á bílnum sínum.

Í morgun tók svo við eldabuskustarfið hjá vinnudýrunum mínum. Þeir eru nú reyndar aðeins þrír núna. En þeir vinna hörðum höndum og heimta mat sinn og engar refjar!!

Eftir mat fórum við Hrefna í kaffisopa til Siggu Þórhalls. Við höfum ekki farið lengi en vorum oft í kaffi þegar við unnum allar saman í Flugstöðinni. Það er alltaf gaman að kíkja til Siggu. Alltaf svo hress. Þó ýmislegt hafi gengið á hjá henni í veikindum undanfarið er hún alveg einstök. Ef allir væru eins og hún væri ekkert væl og víl. Svo sáum við nýjasta barnabarnið hennar sem er aðeins tveggja vikna gamalt. Hún á orðið átta barnabörn. Næstum eins rík og ég!!

En þetta var svona blogg um hitt og þetta. Bara láta ykkur vita af mér. Ef þið farið inn á síðuna hans Bjössa sjáið þið skemmtilegar gamlar myndir. Hann er svo duglegur í þessu.
Bestu kveðjur úr Heiðarbæ.
Silla. 


Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52