17.04.2009 18:37
Bangsi horfinn!

Komið þið sæl.
Bangsi hundurinn hans Bjössa er týndur. Hann hefur ekki sést í þrjá sólarhringa. Allt getur verið í lagi með hann EN þetta er orðinn dálítið langur tími. Við erum búin að vera að kíkja eftir honum og Bjössi búin að athuga í húsum og skúrum ef hann skyldi hafa lokast inni.
Það gerðis einmitt í fyrra. Þá hafði hann smeygt sér inn meðan einhver kom á V-Stafnes og laumaði sér upp í sófa þar. Svo var auðvitað lokað og farið en vinurinn lokaður inni.
Svo við biðjum ykkur sem sjáið svartan hund sem þið þekkið ekki að láta Bjössa eða mig vita. Hann er af Labradorkyni en aðeins minni en þeir hreinræktuðu.
Síminn hjá Bjössa er 423-7600 og 8937281 og hjá mér 8957674. Myndir á síðunni hjá Bjössa, linkur hér til hægri.
Kveðja til ykkar..
Silla.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51