29.04.2009 16:40

Þetta gengur ekki.


Sæl öll kæru vinir.

Þetta gengur ekki lengur. Þessi bloggleti! En nú ætla ég að setja niður nokkrar setningar.
 
Bangsi hans Bjössa er ekki fundinn þrátt fyrir mikla leit og eftirgrennslan. Við vitum ekki hvað hefur komið fyrir hann. En það verður að sætta sig við þetta. Verst fyrir krakkana sem voru mjög hrifin af honum. En svona er staðan. 

En nú er að vora. Um helgina og á mánudag var sumarblíða en síðan er reyndar búið að rigna með roki. En það var flott að fara út og taka smá vorhreingerningu í kring um húsið. Við eyðilögðum tilhugalífið fyrir starrapari sem var að búa sér til hreiður hjá okkur í þakskegginu, Uss, þau voru rétt að byrja en eru nú flögrandi að leita að öðrum stað. Starra fylgir lús og það er bara ekki í myndinni að leyfa þeim að fá lögheimili í Heiðarbæ. Ætli það sé ekki best að búa til fuglahús í garðinum. Veit nú ekki hvort það kemur að gagni þetta vorið.

Lilja er að fara út til Danmerkur. Hennar afleysing er búin núna um mánaðarmótin. En fósturpabbi hennar er fárveikur og það er óvíst hvenær hún fer. En áætlunin var nú í vikunni. Svo það skýrist bráðlega. Þau verða örugglega fegin sem bíða heima í Lysabild, Eiríkur og börnin.

En Maddý og Gísli koma heim frá Flórida á morgun. Þau eru búin að vera í húsinu sínu í Jacksonville í nokkrar vikur. Frábært fyrir Dísu að hafa þau rétt hjá sér svona lengi. 

En þetta læt ég duga í bili. Bestu kveðjur og hafið það gott.
Ykkar Silla.




Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52