21.05.2009 10:16

Sumar og sól

Halló.
Nú má segja að sumarið sé komið. Það hefur verið blíða undanfarna daga. Ég hef getað verið mest heima og dundað mér úti. Þurfti að laga aðeins hleðslurnar í grjótgörðunum. Það kom t.d stórt skarð í vegginn hér fyrir austan húsið í einu kolbrjáluðu veðri í vetur. Ég hafði reyndar verið að laga hann í fyrra. Það er alveg víst að hann hefur ekki verið eins vel gerður eins og hjá körlunum í gamla daga. En nú tollir hann vonandi. Svo hefur verið næði til að klippa og snyrta þessar fáu plöntur mínar sem koma bara nokkuð vel út eftir veturinn..

Svo er þessi dýrðlegi fuglasöngur af öllum gerðum hér. Bara yndislegt. Reyndar er ég ekki sátt við Starraparið sem við rákum í burtu fyrr í vor.. Þau eru þrjóskari en ég veit ekki hvað. Koma aftur og aftur með gras og dót til að gera hreiður í þakkantinum. Þó dettur það niður jafnóðum því við tókum spýtuna burtu sem þau höfðu til stuðnings. Svo í haust þurfum við að ganga endanlega frá þessu. Held ég verði að smíða fyrir þau fuglahús fyrir næsta ár.

En Bjössi er svo duglegur að taka myndir og setja á síðuna, svo ef ykkur langar að sjá stemminguna hér á vordögum þá kíkið bara hjá honum. Tengill hér til hægri.

Mamma hefur verið hálf slöpp undanfarið. Líklega hefur hún fengið einhverja flensu sem henni gengur illa að ná úr sér. En hún á samt að fara í skoðun í næstu viku..(speglun)..Það verður vonandi allt í góðu, hún er svo jákvæð og ég held fólk fari nú ansi langt á því.

En það er nóg að gera í Fúsa. Gunni og Fúsi eru að vinna núna og helmingur af strákunum. Ég ætla að leysa Erlu og Hörpu af á laugardag í matseldinni. Þá verður hinn helmingurinn í fríi. Það er nú bara ekki hægt annað en að þau fái smá pásu. Ég er búin að fá fínt frí úr eldamennskunni.

En læt þetta duga í bili.
Góðar stundir.
Silla.
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52