09.06.2009 15:03
Bloggleti.
Mikið að ég drattast til að blogga smávegis. Svo nú þegar ég loksins ætla að skrifa eitthvað virðist 123.is vefurinn allverulega hægfara. Eitthvað að hjá þeim. En ég reyni...
Ég hef verið að dunda mér útivið og ekki verið eins við tölvuna. En það er búin að vera veðurblíða að mestu í 2-3 vikur. Er að bera á húsið og pallinn en bara smátt og smátt. Gott að vera útivið og njóta veðursins. Reyndar er við það að súlda núna. Svo setti ég niður nokkrar kartöflur eins og í fyrra til að fá nýjar með ýsunni í haust. Í fyrrahaust fór ég bara jafnóðum í garðinn eftir því sem vantaði í pottinn! Þetta er eitt af því sem er notalegt við að vera í sveitinni!
En ég þarf að fara að reyta arfa einhvernja næstu daga. Reyndar ekki stórt svæði. Hringtorgið mitt sem ég kalla. Bjuggum það til í fyrra uppi við afleggjarann.
Um hvítasunnuna átti ég afmæli sem er nú ekkert merkilegt. En Erla Jóna og Sigfús gáfu okkur tvær nætur á Grand hótel og það var frábært. Takk mín kæru fyrir það! Það var nú ekki síður Gunni sem hafði gott af tilbreytingunni. Þeir hafa unnið mikið undanfarið. Og já gott að hafa vinnu og er á meðan er eins og ég segi. Við fórum í bíó og út að borða. Svo kíktum við til Ásbjargar og Óskars sem við höfum ekki gert saman í áratugi. Það var mjög gaman og mikið spjallað.
En nú ætla ég að stoppa. Er að fara með mömmu á læknavaktina. Hún fór í þessa speglun fyrir bráðum hálfum mánuði en er ennþá svo slöpp. Suma daga sæmileg en aðra bara mjög óhress. Svo við ætlum að drífa okkur í Keflavík núna.
Bið að heilsa ykkur öllum.
Ykkar Silla.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51