21.06.2009 03:37

Pínu-lítið blogg.


Sæl kæru vinir og ættingjar nær og fjær (eins og segir í jólakveðjunum)..

En nú er reyndar hásumar. Lengstur sólargangur er á morgun 21.júní.
En allt gott er að frétta hér um slóðir í dag.
Maddý og Gísli eru í ferðalagi á Vestfjörðum og ekki eins margmennt hér og hefur verið síðustu daga. En þó erum við nokkuð mörg hér í hverfinu og sem erum búsett allann ársins hring;)

Bjössi var í dag við útskrift dóttur sinnar Hlífar sem var að útskrifast úr Háskóla Íslands.

Hlíf er alveg frábær og dugleg stelpa (eða kona). Henni tekst það sem hún ætlar sér.
Vinnusöm, dugleg og verkstjóri inn við beinið. Kannski ættgengt!
En til hamingju Hlíf og Bjössi til lukku með dótturina!

En við gömlu hjónin erum að vinna í Fúsa ehf. á morgun sem og aðra daga. Reyndar er ég bara að leysa Erlu og Hörpu af. Þær hafa verið flesta daga en allir þurfa smá frí.


En í dag er bróðurdóttir David vinar okkar að gifta sig á eyjunni Puerto Rica. Okkur var reyndar boðið í brúðkaupið en það var ekki möguleiki á að þiggja það. Of langt, of dýrt, þó okkur væri boðin gisting. Verkefnin hjá fyrirtækinu eru svo áríðandi nú.

En að lokum..Hafið það sem best kæru vinir.
Ykkar Silla.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51