04.08.2009 13:19

Verslunarmannahelgi.


Þá er ein mesta ferðahelgin að baki. Vonandi hafa allir komið heilir heim. Við vorum eins kyrr heima eins og hugsast gat;)  Hreyfanleg samt! Og það voru notaðir vel þessir frídagar. Eiríkur var hér föstudag til sunnudags og hjálpaði pabba sínum að klára að smíða þakkantinn á húsinu. Nokkuð sem hafði dregist.

Kristján vinur Eiríks bættist í hópinn á laugardag. Svo var borin á allt húsið fúavörn og að lokum notuðum við Gunni gærdaginn og þvoðum gluggana úti og inni. Svo maður er mikið lukkulegur með helgina.

Veðrið er búið að vera ótrúlegt. Sól og blíða og allt orðið of þurrt. En í dag er sólarlaust og jafnvel von á rigningu í kvöld. Það væri flott að fá vætuna en svo er maður orðin svo góðu vanur að maður óskar eftir meiri sól....

Í Glaumbæ eru Maddý og Gísli búin að vera að mála líka. Svo það hafa verið nokkur handtökin í hverfinu síðustu daga.

En þetta litla blogg læt ég duga í bili.
Hafið það sem allra best.
Silla.



Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51