20.09.2009 11:41
Haust.
Góðan daginn kæru vinir nær og fjær.
Nú er sunnudagur 20.september og farið að hausta. Það hefur rignt ansi mikið núna í september en samt hafa síðustu dagar verið bara ágætir..Sól inn á milli og fallegir haustlitirnir að koma fram. Og oft logn! Við höfum verið að undirbúa veturinn og bæta við ljósum við húsið. Það var þörf á því og við fórum skrítna leið í lýsingu til bráðabrigða. Við keyptum ódýrar slöngur eins og margir nota á jólunum og settum í tröppurnar..(glærar) og það kemur bara ágætlega út. Vona bara að það dugi þar til við erum tilbúin að kaupa varanlega lýsingu.
En nú eru barnabörnin byrjuð í skólum og leikskólum..Aðeins sá yngsti Róbert Óli sex mánaða er ekki í skóla! Júlía Linda er kominn í leikskólann og ánægð með það..Allavega er hún farin að babla út í eitt...Hún er bara 16 mánaða. Í leikskólanum í Sandgerði eru líka Arnar Smári og Hrafntinna. Elsta barnabarnið Gunnar Borgþór er í Fjölbrautarskóla Suðurnesja og Ástrós Anna í VMA á Akureyri. Jóhann Sveinbjörn, Vilmundur Árni, Garðar Ingi og Ágúst Þór eru í Grunnskólanum í Sandgerði. Svo eru Sigurbjörg, Helgi Snær og Þorsteinn Grétar í skólum í Sönderborg á Jótlandi.
Heldri borgararnir mínir hafa það sæmilegt.. Mamma er alltaf jafn hress og dugleg í föndri og tölvu..Frábært að hún geti farið og skoðað síður og haft samband við afkomendur á msm. Tengdamamma er ekki eins hress..Hún er reyndar léleg. Hún fær mikil asmaköst og verður oft að sofa uppisitjandi..en reykir enn...Það eru ýmiss vandamálin við að etja.
Í Fúsa er nú orðið rólegra..Þeir eru fáir eftir eins og hefur verið yfir veturinn..Eitthvað eiga þeir eftir að vinna í Örfirisey og fleira sem fellur til daglega. En þar eins og í íslensku atvinnulífi er kyrrstaða ef stjórnvöld aðhafast ekkert. Engir eiga pening til að láta framkvæma þó það bráðvanti og það kemur niður á öllum sem hafa annast viðhaldsverkefni eins og Fúsi ehf.
En ekki þýðir annað en horfa inn í framtíðina. Ekki gagnar endalaust að hrærast í því liðna..En þetta Íslenska hrun verður samt að rannsaka ofan í kjölinn..Til þess að við getum byggt upp að nýju. Fólk er mjög sært, reitt og vonlítið..Ég þekki marga sem eru að hugsa um að fara úr landi. Ekki er það gott fyrir íslenskt þjóðfélag.
En ekki ætlaði ég að vera mikið í þessari umræðu..
Bestu kveðjur til ykkar allra sem nennið að kíkja á síðuna mína.
Ykkar Silla.
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52