05.10.2009 13:34
Snjókorn falla...
Sælir vinir mínir..
Nú eru snjókorn að falla..Veturinn við hornið greinilega. Reyndar bráðna þau við jörðina ennþá. Ég var nú að vona að það kólnaði ekki strax. En við búum á Íslandi og svona er þetta bara.
Lilja Kristín tengdadóttir okkar varð fertug í gær. En það var of langt að skreppa í afmæliskaffi til Danmerkur svo síminn varð að duga. En þau gerðu eitthvað til hátíðabrigða og eru bara hress heyrist mér.
Bjössi er kominn heim úr tíu daga Flóridaferð og það eru komnar nýjar myndir á síðuna hans..Það er ágætt að geta aðeins brugðið sér af bæ..Hann vinnur mikið hann Bjössi og þetta hefur verið kærkomið.
Ásrós Anna kom í helgarfrí að norðan um helgina. Hún er í VMA á Akureyri. Ég reikna nú alveg eins með að hún fari næstu önn í FS..Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Hún hefur samt haft gott af eins og allir að standa aðeins á eigin fótum.
Ég er að elda fyrir strákana mína flesta daga og var að því í morgun. Mér finnst bara gaman að því og ekki verra að verða vör við matarást :o)
Svo er ég í Átak líkamsræktarstöðinni tvisvar í viku og það er mjög gott. Ég er svo að skreppa fyrir mömmu og tengdó annað slagið..Gott að vera svona á lausu :o)
Hilmar og Guðbjörg komu í gær með börnin..Þau koma alltaf annað slagið og krakkarnir farnir að kalla mig ömmu.. Bara gaman..Svo er kisan þeirra grafin í dýrakirkjugarðinum hér fyrir og þau kíkja þangað..
Ég læt þetta duga í bili..
Eigið góðar stundir.
Ykkar Silla.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51