Færslur: 2007 Ágúst
05.08.2007 21:07
Sólríkur dagur..
Já það var góður dagur í dag. Lægði vindinn eftir að ég fór úr tölvunni síðast og bara blíða. Ég var að raða timbri og fleira. Það eru bara forréttindi að fá svona veður og maður kann sko að meta það.
Jóhanna og Vilmundur komu í mat og Ástrós og Garðar Ingi eru hjá fólkinu sínu í Vaðnesi. Reyndar er Ástrós skáættingi en þau eru þvílíkt öðlingsfólk Óli, Jórunn og börn að það er bara einstakt. Ég held að þau uppskeri líka eins og þau sái...
Svo eiga þau afmæli um þessar mundir. Ástrós Anna 14 ára og Vilmundur Árni 6 ára. Ég var að bjóða Jóhönnu að hafa afmælin hér hjá okkur. Held að það sé bara góð hugmynd. Þá yrði það á laugardegi eftir hálfan mánuð. Þá á Ísar afmæli verður þrítugur...ja hérna. Hann ætlar að hafa tjaldsamkomu á túninu í Nýlendu.
En nú slæ ég botninn í þetta í bili og hafið það sem best.
Silla.
05.08.2007 14:27
Flugleið.
Já það má segja að ég búi við flugleið og það í fleiri en einum skilningi. Ég sat úti áðan og horfði á fleiri hundruð kríur fljúga framhjá. Flestar með síli í gogginum handa ungunum. Þær komu sunnan að, líklega frá Básendum eða lengra að. Sennilegra frá Sandvík eða Ósabotnum.
Og ég er viss um að meirihlutinn fer alla leið í Norðurkot þar eru þær flestar þó sumar séu hér um kring. Já lífsbaráttan hörð hjá þeim og vonandi drepa hvorki mávar eða menn á bílum afkvæmin!
Svo er það hin flugleiðin. Flugvélarnar okkar mannanna. Austur-vestur flugbrautin er í stefnunni hérna rétt norðan við okkur. Þegar Dúna kom heim um daginn sat hún við gluggan og veifaði eða þannig
Svo undir morgun vaknaði Þröstur við Ameríkuvélarnar þegar þær voru að lenda.

Ég er löngu hætt að heyra þetta. Fann aðeins fyrir þessu þegar við vorum í skúrnum og bara fyrst. Þær eru komnar neðarlega þegar þær eru hér enda aðeins 2-3 km að flugbraut ef það nær því.
Jæja hér er allt rólegt og gott. Við höfum verið að dunda úti við. Það er fínt veður en dálítið hvasst. Vorum í mat í Glaumbæ í gærkvöldi. Sátum svo og skipulögðum ferðina í september. Við ætlum langt en verðum örugglega að geyma Vesturströndina..Það er of mikið af því góða.
Við fljúgum til Minneapolis og keyrum upp til Winnipeg og Gimli og svo fleira...Heyrðum í David og bíllinn verður sennilega komin á flugvöllinn. Þau eru alveg frábær í að hjálpa okkur með þetta.
En fyrst er nú brúðkaupið hjá Jóni og Lindu..Jennifer og David koma í það en Stacey kemst ekki. Jæja best að fara út aftur og reyna að gera eitthvað af viti. Vona að allir hafi það gott hvort sem þeir eru á faraldsfæti eða bara heima eins og við.
Silla.
01.08.2007 21:17
Verslunarmannahelgin.

Já nú er verslunarmannahelgin framundan. Aðalferðahelgin hjá sumum.Við hjúin kynntumst t.d. um verslunarmannahelgi. Það var á bindindismóti í Húsafelli.
Svo voru þau mót flutt í Galtalæk tveim árum seinna og ég heyrði að þau væru alveg hætt núna. Mér finnst það miður. Held að margir eigi notalegar minningar af þessum mótum. En önnur fjölskyldu-unglingamót taka þá við.
Reyndar hefur verið talað um flestar helgar í sumar sem ferðahelgar svo kannski verði ekki eins margt fólk á faraldsfæti um næstu helgi. Það spáir nefnilega íslensku roki og rigningu á föstudag! Vonandi verður minna úr veðrinu.
Í gærkvöld kom Hrafnhildur og við vigtuðuðum voffana. Sá þyngsti 670 gr. Þegar þeir fæddust voru þeir til samans 660 gr. Og nú vigta þeir saman tæp 3.500 gr. Allir í góðum gír greyin og fínir. En kannski rétt að fara að gefa þeim að lepja svo það létti á Týrunni.
Garðar Ingi og Vilmundur ætla að gista í nótt. Þeim finnst spennandi að vera í sveitinni. Í dag var loksins tengdur diskurinn svo nú er hægt að fara að horfa á sjónvarpið. Hef undanfarið kíkt í gegn um netið.
Reyndar eru diskarnir tveir og það náðist ekki að tengja nema Sky. Rafeindavirkinn kemur aftur á morgun. En það nást ,, bara,, nokkur hundruð stöðvar á Sky. En ég hef nú meiri áhuga á því Íslenska!
Lolli í Bala er búin að rífa skúrinn sem ég var að tala um í einhverju blogginu. Hann er smekkmaður. Það sést líka á öllu þarna í Bala. Þau systkyn eru þannig. Þessi skúr var líka gamall og eins og út úr kú miðað við annað á þeim bænum.
Jæja læt þetta duga að sinni. Góðar stundir.

Já og bræðurnir eru eins og englar. Tefla..Garðar er að kenna bróður sínum og það heyrist varla í þeim. Prúðir hjá ömmu.
Svo fer Garðar með pabba sínum í bústað um verslunarmannahelgina..
Hææææææææææææ
Já og nú er ég komin með ríkissjónvarpið í gegn um gerfihnattadisk og það er tært og fínt.
- 1
- 2
Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54