Færslur: 2007 September
01.09.2007 20:17
Í Reykjanesbæ!

Ég tók sólina sem gægðist í gegn um skýin og brunaði með hana í Keflavík. Má ég ekki örugglega segja Keflavík? Við Sólrún skruppum og skemmtum okkur vel á Hafnargötunni. Hittum fjölmarga sem við þekktum. Ég hitti Vilmund barnabarnið mitt sem var þarna með elskulegri stjúpu sinni. Og við dönsuðum færeyskan dans. Sólrún hitti frænda sinn og svei mér ef mér fannst ekki að ég væri komin hálfa leið til Færeyja.
En við ætluðum á málverkasýningu sem var sögð vera í h.f húsunum en var ekki. Þar var Sigga Rosenkrans og gaman að kíkja á myndirnar hennar. Svo stormuðum við í lokin upp í Kjarna og skoðuðum Færeyska ljósmyndasýningu..flott. Svo ég er örugglega búin að ganga nóg í dag því bíllinn var upp við Hringbraut.
Svo fórum við upp á Þórsvelli til Hrafnhildar og tókum Grímu með okkur heim. Hún var búin að vera góð allan daginn en fór að væla í bílnum litla skinnið. Eitthvað óöryggi. Ég tók hana úr búrinu eftir að ég var búin að keyra Sólrúnu heim og hún var róleg þegar hún fór í það aftur.
Og svo er bara að kíkja til austurs úr Heiðarbænum í kvöld. Þá hljótum við að sjá flugeldasýninguna. En hm ég á eftir að athuga hvenær hún verður. Ætli það sé ekki mál að hætta þessu núna. Og seinna í mánuðinum verða bloggin færri..ykkur til huggunar!! Þá verðum við annarsstaðar en ég ætla samt með tölvuna með mér..
Góðar stundir.

P.s. Já ég sá flugeldasýninguna.. Hún byrjaði kl.ellefu. Það er ekki langt á milli vina í þessu samhengi. Og heiðin sem var mannskæð í gamla daga er ekki svo stór. Maður sér svvvoonnnna milli hverfa..
01.09.2007 13:32
Gaman..saman.

Jæja þá er partý ársins búið. Við höfðum það notalegt í gærkvöld og ég vona að gestirnir okkar hafi verið jafn ánægðir og við. Við vorum búin að ákveða þetta með mánaðar fyrirvara og þau voru búin að taka kvöldið frá. Þetta var í fyrsta sinn sem við höldum svona matarboð í meira en tvö ár. Og líklega verður ekki svona fjölmennt aftur fyrr en um jól þegar fjölskyldan kemur saman.
En gestunum leist vel á Heiðarbæinn og þau voru sko dregin upp á loftið líka í koníakstofuna!!... Þau sem voru hjá okkur voru Sólrún og Óskar, Sigurður Valur og Hulda og Jón Norðfjörð og Lóa. Við vorum með bílaþjónustu..ha ha. sótt og sent heim eða þannig... Gunni sótti þau og Konný keyrði þau til baka fyrir okkur. Mér skilst nú að þeim köppunum sem sátu í aukasætunum hafi fundist þau vera barnasæti!! En bíllinn minn er sjö manna..(ef nauðsynlegt er).
Nóg af partýtali. Hrafnhildur kemur á eftir og ætlar heim með litla voffann sinn. Og svo verður Snati sóttur á morgun. Hann er búin að fá merkta ól um hálsinn. Guðbjörg kom í gær með hana. Hann er nú svolítið að klóra sér. Finnst þetta eitthvað skrítið..Þarf að venjast. Nú kúra þeir niðri greyin. Sælan að vera uppi búin. Fyrst voru þeir ósáttir en það gekk fljótt yfir.
Ég fór með afganga og hitaði upp fyrir karlana mína sem eru að vinna við skemmu hjá Fúsa ehf. Slapp vel þar og gott að nýta upp matinn. Á morgun ætlar Ágúst Þór að halda upp á afmælið sitt en hann varð ellefu ára tíunda ágúst. Nú hætti ég þessu pikki í bili og eigið góðan dag elskurnar.
Silla

- 1
- 2
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52