Færslur: 2008 Febrúar
04.02.2008 21:39
Fína úrið mitt!!

Æ já..Ég ætlaði að segja ykkur söguna af úrinu mínu..
Ég keypti nýtt úr í byrjun september vegna þess að hitt var gamalt og lúið. Þetta nýja var mjög fallegt úr að mínu mati og ég var alsæl með það. Gull og silfurhúðað og frekar nett....
En síðan lá leiðin til Kanada og Usa og ég veifandi nýja fína úrinu mínu.. En skrítið fannst mér og kenndi um að ég væri alltaf að stilla tímann að það seinkaði sér..smá!
Við fórum um allt og til dæmis til Edmonton og allt gekk eins og í sögu...nema alltaf var nýja fína úrið mitt í seinkun..Ferðin sú var góð og við vorum mjög ánægð eins og ég hef sagt ykkur áður.
En þegar við komum heim var úrið enn í seinkun! Svo ég fór með það í búðina þar sem ég keypti það og kvartaði hástöfum..Já það átti að skipta um rafhlöðu því stundum væri það ástæðan fyrir svona...Og það var gert en ennþá seinkaði fína úrið mitt sér.
Ég fór enn á ný og talaði við Georg Hannah eigandann og hann ákvað að skipta um verk í úrinu. Þetta hlyti að vera eitthvað mjög sérkennilegt miðað við gæði Svissneskra úra! Og hann fékk sent nýtt verk og skipti..Og ég fékk sem nýtt úr í hendur. En ekki hvað..Úrið SEINKAÐI sér..
Ég fer aftur og tala við Georg sem allt vildi fyrir mig gera..Taka úrið til baka ég fengi nýtt..En svo spurði hann ..Er eitthvað mikið um rafmagn hjá þér? Úrið seinkaði sér ekkert hjá honum!!! Nei nei rafmagn..ekki meira en hjá öðrum..HA?
En svo voru feðgarnir Gunni og Fúsi að pæla í þessu um kvöldið. Og eitt skondið kom í ljós! Frænka Gísla hennar Maddý í Kanada hafði gefið mér armband sem var með sterkum segul. Og þarna var orsökin! Mjög sterkur segull! Þið vitið!! Allra meina bót!
Ég fór til Georgs og vildi bæta fyrir alla vinnuna og vesenið en nei. Ég þyrfti þess alls ekki en ef mér liði betur mætti ég kaupa gamla (nýja) úrið á þriðjungi verðs. Ég hafði þegar fengið nýtt úr og mér finnst þetta frábærir verslunarhættir! Góð verslun sem ég mæli með.. Georg V Hannah í Keflavík ..Takk.
Kveðja ykkar Silla.
03.02.2008 15:17
Frænka fær nafn.

Það eru búin að vera rólegheit hjá okkur síðan við komum úr ferðalaginu og það er fínt því við erum svona hálflöt. Við fórum reyndar í gærmorgun á K-listafund og það var fínn fundur. Gott fyrir okkur sem erum hætt í framlínunni að fá að fylgjast vel með gangi mála í bæjarfélaginu. Við ætlum að hittast aftur 8.mars.
Stelpurnar Jóhanna, Konný og Linda ásamt hluta af barnahópnum eru búnar að kíkja. Það er alltaf gaman að fá þau í heimsókn. Svo verður einhver hluti þeirra hér í mat í kvöld.
Vikký kom heim rétt eftir að ég skrifaði síðast og hún hafði það svo gott að hún hefur verið þar eins og prinsessa. Svo komu Benni og Týra labbandi og þar hefur líka farið vel um hana. Benni sagði að hún hefði fundið að við værum komin heim. Dýrin finna ýmislegt á sér.
Já voffarnir eru hluti af heimilinu hér. En ég hef samt vanið þær á að sofa í kjallaranum og þær sætta sig við það. Svolítið pirraðar fyrst en allt í fína núorðið. Þar eru þær líka ef við skreppum aðeins frá..
En aftur að ferðinni. Ég er enn með hugann við hana. Svo mikil tilbreyting sem hún var. Fúsi, Erla Jóna, David og Stacey fóru á Garth Brooks tónleika eitt kvöldið. Það er kántrýtónlist sem hann flytur. Ég hefði alveg getað hugsað mér að fara en við elstu í hópnum tókum ákvörðun um að vera heima. Þau fjögur skemmtu sér konunglega.
En nú eru feðgarnir og Erla að vinna úr sýningunni. Fara yfir og skoða ýmsar upplýsingar sem þau eru með. Ég lofaði Ástu frænku að skrifa henni senda henni helling af myndum og ég ætla ekki að draga það of lengi. Hún er ekki tölvuvædd eins og jafnaldra hennar (MAMMA). Það er ekki hægt að ætlast til að allir séu það á þessum aldri. En hress er hún og gæti verið miklu yngri en hún er.
Bára hringdi í gær og var þá búin að fara inn á síðuna og var að láta heyra frá sér. Hún ætlar að senda frænda sínum gamlar góðar myndir.. En ætli að það sé ekki best að hætta þessu bulli og fara að gera eitthvað af viti. Alltaf hef ég eitthvað til að dunda við!
Hafið það sem best.
Silla.
01.02.2008 14:22
Komin heim.

Hæ öll sömul á Íslandi í Usa og í Dk. Við erum komin heim í frostið á Fróni. Ferðin gekk bara vel en var auðvitað löng. Ég var með spennusögu eftir Yrsu Sigurðardóttur sem ég fékk í jólagjöf. Hún heitir Aska og tíminn hjá mér bara flaug eins og flugvélarnar. En við lögðum okkur í morgun hjúin og ætluðum bara ekki að nenna að vakna.!! Þurftum helst tangir á augnlokin!
En nú fara dýrin okkar að koma heim. Vikký kemur þegar uppáhaldið sem passaði hana hann Bárður kemur með hana á eftir. Og svo er næst að sækja Týru til Benna og Ölla. Þá fer nú allt að komast í rétt horf. Gott að helgin er framundan svo þá gefst tími til að snúa ofan af tímamismuninum. Hitta liðið okkar og fleira skemmtilegt!
Við vorum boðin í mat hjá Báru í gærkvöld eins og ég sagði ykkur. Það var Linda sem grillaði dýrindis grillstangir fyrir okkur. Svo var Donald heima líka. Og þar stoppuðum við í um þrjá tíma. Takk öll Bára og co. Frábært hjá ykkur. Áður höfðum við skoðað okkur svolítið meira um og veðrið var eins og Íslenskt sumarveður og smá gola.
En alltaf er gott að vera komin í heimahagana. Sama þótt veðrið sé ekki eins og í LA eða á þessum volgari slóðum. En ég læt þetta duga í bili. Aðalerindið var að láta ykkur vita að við erum mætt á svæðið.
Bestu kveðjur til allra. Ykkar Silla.

- 1
- 2
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52