Færslur: 2008 Júní
30.06.2008 21:44
Að detta!!!
Halló vinir!
Ég er alltaf svo ágætlega heppin..


En að öðru skemmtilegra.. Ég heyrði í Júlíu Lindu Ómarsdóttur vinkonu minni í gærkvöldi. Ég var að segja henni að hún hefði eignast nöfnu. Og ég held að hún hafi verið barasta mjög ánægð með það. Hún var og er ein af mínum bestu vinkonum. Við vorum saman í því að ala upp dætur okkar og hjálpuðum hvor annari í byrjun níunda áratugs síðustu aldar! (Eftir 80) Vá erum við svona gamlar? Nei nei ekki hún allavega sem er 13 árum yngri en ég.
En talandi um vináttu..Ef einu sinni vinir..þá alltaf vinir.

En ég ætla að æfa núna hnén og reyna allt sem ég get til að liðka þau..Já þetta er smá vorkunnsemi ...

Silla í Heiðarbæ.
28.06.2008 18:46
Er von á regni?

Sæl öll sömul. Það hefur ekki verið bloggveður undanfarið. Það hefur verið sól stanslaust í þrjár vikur eða síðan við settum torfið á blettinn. En það gæti verið að breytast eitthvað. Spáin hljóðar upp á smávegis rigningu á morgun. En það hvessti allverulega í dag og er hávaðarok núna.

Hulda vinkona mín og skólasystir síðan í Reykholti kom í gær í heimsókn og ég fór með hana í bæinn í dag. Þar hefur hún búið eftir nám en er frá Bakkafirði. Árni Snær sonur Maddý og Gísla fékk far með okkur. Hann var að fara í vinnu og er nýkomin frá Flórida þar sem hann var í húsinu sem foreldrar hans eiga í Jackssonville.
Við Hulda höfum alltaf haldið góðu sambandi í þessi 45 ár sem liðin eru síðan við vorum saman í herbergi í Reykholti. Ég í landsprófi og hún tók gagnfræðaprófið. Hvortveggja eru nú börn síns tíma (þau námsform)..En Hulda hefur alla tíð unnið í Búnaðarbankanum nú Kaupþingi. Stundum líða nokkur ár á milli þess að við hittumst en þeim mun styttra á milli þess að við heyrumst.
En ég er enn að passa Svandísarvoffa. Þau hjónakornin framlengdu fríinu til mánudags eða um fjóra daga. Fínt hjá þeim. Það gengur bara vel með ferfætlingana og þeir eru orðnir næstum eins og heima hjá sér. Ég hef orðið góð tök á uppeldinu. Tek Týru afsíðis þegar þau eru úti. Þá gegna þau mér en þegar Týra er með tekur hún strauið á hina bæina. Ég er nú ekki alltof hrifin af því að hinir elti.
En ekki fleira í bili. Læt heyra í mér ef að fer að rigna. Eigið góða helgi gæskurnar.
Kveðja Silla.
20.06.2008 20:18
Blíðan og sumarsólstöður.
Gott kvöld... Eða ætli það sé nokkuð komið kvöld. Það er allavega svo bjart og ekki eins og sé að koma nótt. Enda lengstur sólargangur framundan. Á miðnætti held ég að sé tíminn. Og dagurinn í dag var hlýr og varla að maður kvarti yfir því.
Ástrós og Garðar Ingi voru hér í dag og vinur Garðars. Ég var að skutla þeim í bíó strákunum og mamma Davíðs vinar hans sækir þá á eftir. En ég hef verið ein með blessuðum hundunum að öðru leiti. Og búin að vera að bleyta í blettinum. Í gær fór ég með mömmu í flug. Hún var að fljúga til Akureyrar. Hún er í sinni árlegu sumarferð til sinna norðlensku dætra og afkomendanna allra. Gaman að því hvað hún er hress og nýtur þess að fara norður.
Gunni er að koma úr sinni annarri ferð í dag upp í Búrfellsvirkjun. Hann þurfti að fara með varahluti og ég á ekki von á honum fyrr enn klukkan tíu. Þá ætla ég að grilla handa þreyttum bóndanum.. Sko ég kann alveg að grilla en mér hefur fundist ágætt að segja að hann kunni það svo miklu ,miklu betur!
En veðrið er þannig að ég ætla út aftur og ekki eyða of miklum tíma í blogg. Það koma örugglega bloggdagar seinna ef maður þekkir veðráttuna rétt hér á landi.
Kveðjur til ykkar allra úr Heiðarbæ.
Silla.
17.06.2008 12:58
17.júní!


12.06.2008 20:12
Búrfell.




08.06.2008 19:54
Grasið grænt!


06.06.2008 11:45
Misjafnt.




02.06.2008 21:43
Bloggleti!



- 1