Færslur: 2008 Desember
29.12.2008 21:29
Senn árið er liðið.


23.12.2008 22:17
Gleðileg jól
GLEÐILEG JÓL.
22.12.2008 11:53
Klikkað veður!


20.12.2008 20:40
Jólin nálgast.



17.12.2008 19:40
Ævintýralegt flug.
13.12.2008 21:34
Komin frá Atlanta.

Hæ allir heima og heiman.
Við komum til Jacksonville í dag um hálf fjögur (8.30 heima) frá Atlanta. Þar vorum við í góðu yfirlæti í tvær nætur. Það var heitt þar um 80gr þar til í morgun að það hafði kólnað og var bara svona 10 stig á Íslenskan mælikvarða. En það er aðeins heitara hér í Jax og bjart og fínt. En nú styttist í heimferðina. Reyndar þrjár nætur eftir og flugnóttin!
Við erum búin að hafa það fínt. Nú eru Maddý og Gísli komin heim í jólasnjóinn og við sendum okkar bestu kveðjur. Við erum þakklát fyrir að fá að vera í litla kósý húsinu þeirra og Ölla. Við eigum eftir að finna okkur bílaleigubíl til að keyra út á flugvöll í Sanford og erinda svona sitt lítið af hvoru. Núna erum við að fá okkur kaffi og pústa eftir fimm tíma ferðina í dag. En vegirnir hér eru nú ekki slæmir. Fáar brekkur og beygjur. Beinar brautir. Engin hálka.

En ég vildi bara láta ykkur heyra í mér. Búin að frétta að Linda hafi fengið bráðaofnæmi sem ekki er alveg búið. Hún fékk sprautu í gærkvöldi. Hún var nánast aldrei veik sem krakki en þó var það eitt sinn þegar hún var rúmlega ársgömul að hún fékk einhver sýklalyf og fékk svo hræðilegt ofnæmi. Þá var sagt að hún mætti alls ekki fá það aftur. En við vorum svo heppin að hún var mjög hraust og þurfti lítið á lyfjum að halda. En þarna þegar hún fékk þessi ósköp forðum var einmitt verið að ferma Eirik og Lilja Karls bjargaði mér alveg. Hún og Bóbó gengu um gólf með hana heima hjá sér allan daginn. En hún fékk svo mótefni og við höfum ekki vitað af þessu meir. Líklega er þetta einhver sérstök tegund af sýklalyfi sem hún þolir ekki.
Ætli ég láti þetta ekki duga í dag..Bestu kveðjur úr Epplagötu.

10.12.2008 05:03
Sólarkveðjur.

Og svo fara Maddý og Gísli heim á morgun. Við keyrum þau á Sanford flugvöll eftir hádegi. Þangað er tæplega tveggja tíma ferð. Og á fimmtudag ætlum við að skreppa norður til David og Stacey og vera allavega eina nótt. Tíminn verður sko floginn áður en maður veit af því svo förum við heim næsta þriðjudag..Komum að morgni miðvikudags. En ég held svei mér að ég hafi fengið betri helminginn til að slappa eitthvað af. Það hefur ekki gengið of vel undanfarna mánuði vegna sífelldrar hugsunar um vinnu og verkefni í fyrirtækinu. En við höfum verið að ralla svolítið í búðum og skoða og svo bara verið í sólinni..Reyndar ekki Gunni hann flýr inn yfir miðjan daginn með suduku.
En ég læt þetta duga í dag. Það er reyndar kominn nótt heima á Íslandi...Hafið það sem allra best. Sólarkveðjur frá okkur öllum í Epplagötu.

07.12.2008 23:05
Jacksonville.
Halló öll. Við höfum það gott í sólinni á Florida. Það var að vísu kaldara í dag en yfir tuttugu stig um miðjan dag og við fórum nú aðeins í sólbað við Maddý. Það er svo fínt í bakgarðinum hjá henni og alveg friður og lokað. Svo fórum við á markaðinn og löbbuðum helling. Það er nú ekki dýrt dótið þar en af misjöfnum gæðum!! Gunni fann samt flottar málningargræjur á spottprís. Það var mikill fjöldi fólks eins og á Laugavegi í des og örugglega margir að nota þennann verslunarmáta til að kaupa jólagjafirnar. Fleiri blankir en Íslendingar!!
En Dísa kom yfir í gær og líka Nonni og Kathy. Svo það var fjör í bæ. Maddý og Gísli fara heim á miðvikudag og ég reikna með að við förum þá eftir það og kíkjum á David og Stacey. Við erum með jólasveina og kaffitárkaffi handa þeim.
Við vonum að allir hafi það gott heima. Það er indælt að sleppa við kælinguna smátíma og vera hér. Þessi hálfi mánuður verður örugglega fljótur að líða. Nú eru vinirnir (karlarnir okkar) að fara að grilla og við töfrum fram sósu, kartöflur og grænmet á meðan við frænkurnar og vinkonurnar. Já Dísa gaf okkur frábært jólaskraut í gærkvöld sem verður gaman að sýna börnunum.
Ég læt þetta duga í bili..Bið að heilsa öllum og verið nú dugleg að kommenta.
Bestu kveðjur úr Epplagötu frá okkur öllum.
Silla.
04.12.2008 22:27
Miami Beach og Key West!
Hæ öll sömul. Eins og þið vitið mörg erum við í Flórida og við vorum löngu búin að skipuleggja ferð með Maddý og Gísla á suðurhluta Flóridaskagans. Svo nú erum við stödd í Key West sem er syðsti og vestasti oddi skagans. Það hefur verið yndislegt veður og mikil breyting úr frostinu sem var þegar við fórum á þriðjudag. Í gær gistum við á Miami Beach, verðum hér í nótt og svo er hugmyndin að fara í einni lotu heim í Jacksonville.
Við fórum í dag og skoðuðum safn um Hemingway. Húsið hans og söguna á bak við rithöfundinn. Við vorum í kasti yfir einu! Hann átti alltaf fullt af köttum og þeir halda þeim sið og þarna búa nú 49 kettir. Þeir fengu tveir að lúra í hjónarúminu hans þó við mættum ekki snerta rúmstólpann. Ja hérna hér. Svo fórum við og skoðuðum bryggjuhúsahverfi. Ég meina hús á floti eins og bátar. Þar var auðvitað misjafn að sjá allt frá hassstrákum í hálfgerðum hreysum og svo fín og sæt hjón á ungum aldri eins og við sem voru að elda og hafa það huggulegt. Sumir búnir að setja upp jólaskreytingarnar og þetta verður manni eftir minnilegt svo ekki sé meira sagt.
Já þetta var nú það sem ég ætlaði að koma á framfæri svona í bili. Það er lélegt símasamband hér. Við erum reyndar ekki að hringja neitt enn sms koma öfug til baka. Gunna langar að heyra í Fúsa (getur ekki stillt sig um að hugsa til vinnunnar) og besta ráðið er að senda tölvupóst. Það virðist allstaðar vera nettenging enda er ég að blogga til ykkar..
En ég læt þetta duga í bili. Eigið öll góðar stundir, nær og fjær.
Ykkar Silla.
01.12.2008 20:55
Stutt blogg.

- 1