21.11.2009 18:32

Erilsamir dagar.

Heil og sæl.

Nú er ég komin heim á ný og jarðarför mömmu afstaðin. Við flýttum heimferðinni aðeins og því var hægt að nota helgina og hún var jarðsett í gær. Útförin fór fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði og jarðsett var í Hvalsneskirkjugarði. Kistulagningin var í Hvalsneskirkju og var yndisleg stund með nánum ættingjum sem eru margir. Líklega höfum verið amk fimmtíu þar. Barnabörnin komu að norðan til að kveðja ástkæra ömmu og voru með sum langömmubörn hennar með sér. En mamma átti 78 afkomendur, hvorki meira né minna...Helga frænka lék á fiðlu við kistulagninguna og það var fallegt..Allt gekk þetta mjög vel..

En nú er svona tómarúm..systur mínar eru að fara norður í dag og á morgun. En við þurfum að koma saman fljótlega. Margt að huga að í svona efnum..Íbúðin hennar mömmu er eins og listasafn! En við Bjössi erum hér fyrir sunnan og þurfum að setja málin í ákveðið ferli.

Ferðin okkar var mjög góð. Við slökuðum á og sleiktum sólina á milli þess að við vorum í búðarrápi..Fórum daglega í gönguferðir um nágrennið. Gunna líkaði það betur en flatmaga..Hann þolir ekki að liggja í sól og við kölluðum hann Skuggabaldur! Það þekkir fjölskyldan okkar..Og svo var gaman að hitta Dísu aftur og krakkana. Við fórum eina ferð að heiman sem tók 4 nætur..Fyrst til David og Stacey og svo upp til Tennisee til Nashville...Eina rigningin sem við fengum í allri ferðinni var á heimleiðinni frá Alabama..Annars var 25-30 stiga hiti alla daga. 

En látum þetta duga í bili..Bjössi er með fullt af myndum hjá sér og linkur hér til hægri hjá mér..endilega kíkið þangað.

Kæru vinir og ættingjar..hafið það sem best.
Ykkar Silla.
Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 199
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 125157
Samtals gestir: 26683
Tölur uppfærðar: 25.7.2024 00:13:35