14.12.2009 20:15

Jólin koma.


Hæ öll.
Ég hef verið löt hér á heimasíðunni minni undanfarið..Alltaf nóg að hugsa og stússa. Hef verið meira á fésinu og svo þarf ýmislegt að gera fyrir jólin. En tíminn líður hratt og nú eru tíu dagar til jóla. Jólapakkar flognir með pósti til Danmerkur og einhver fá kort verða skrifuð. Það er orðin svo mikil miðlun allstaðar að maður skrifar bara jólakveðjur á netiðemoticon..

Enn hefur verið vinna í Fúsa ehf og vonandi teygist aðeins á henni. Þeir hafa svo sannarlega verið heppnir að hafa þó þessa vinnu. Þeir hafa verið í Örfirisey og í togara í Reykjavík við störf. Svo eru þeir að klára íbúðirnar sem þeir eiga. Ekki betra að láta þær standa svona. En ástandið er jú allavega hrikalegt á byggingamarkaðnum.

Arnar Smári verður fjögurra ára á morgun og Konný hélt upp á það í gær..Flottar veitingar að venju..Þessar stelpur mínar og tengdadætur sjá manni örugglega fyrir hitaeiningum. 

Veðrið hefur leikið við okkur undanfarið..Tíu stiga hiti og meira og rólegt veður. Spáin segir að það kólni eitthvað um helgina. Frábært veður fyrir göngu og sundferðir. Og maður reynir að nýta sér það..Svo mikið ánægð er ég að það sé ekki snjór..Hann má koma korter fyrir sex á aðfangadag.

En kæru vinir, hafið það sem allra best.
Silla.


Flettingar í dag: 168
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 124
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 125104
Samtals gestir: 26682
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 23:29:25