16.03.2010 20:23

Tíminn.


Heil og sæl vinir nær og fjær. Ég var að átta mig á því að það væri dulítið langt frá því ég skrifaði síðast. Svo úr því skal bætt núna. Þegar tíminn flýgur svona áfram þá er það öruggt að manni leiðist varla. Enda nóg um að vera í stórfjölskyldunni. Yngsta barnabarnið varð eins árs 20.febrúar. Það er Róbert Óli. Linda fór til Ameríku í nokkra daga með vinkonu sinni og ég hef annað veifið verið að passa hennar stelpur. En annars er hún að vinna á Sjúkrahúsinu í Keflavík. Hún fer svo að vinna í maí við innritun hjá Vallarvinum á Keflavíkurflugvelli. 

Við erum búin að skila íbúð mömmu heitinnar og það var mikið gott þegar það var búið. Bærinn tekur til sín íbúðina, sem fer í leigu. Það var samt gott að vera í íbúðinni um síðustu helgi að taka til hendi og einhver ró yfir öllu.. 

Maddý og Gísli eru í Jacks í Fl. Og eru reyndar núna í heimsókn hjá David og Stacey í Atlanta. Þar hlýtur að ríkja eftirvænting því þau David og Stacey eiga von á tvíburum í sumar! Það er ekki hægt að segja annað en hér er líka spenningur á öllum bæjum vegna þessa:) Þau giftu sig hér árið 2007. Og þeirra saga er dálítið samofin fjölskyldunni..

Fyrirtækið gengur nokkuð vel miðað við aðstæður og alltaf nóg að gera..Er á meðan er. Vonandi að fari samt að lifna yfir atvinnulífinu fyrir alvöru á okkar blessaða landi.

Tengdamamma er frekar léleg. En það kemur hjúkrunarkona til hennar daglega og við förum og aðrir með aðföng. Hún fær heitan mat sendan alla virka daga. Svo allt gengur þetta sinn vanagang. 

Allt ágætt að frétta frá fjölskyldunni í Lysebild og allir hraustir. Eiríkur er búinn með sjálfan skólann og er í svokallaðri praktík. 

Við erum dugleg að fara í gönguferðir en Gunni sennilega ekki alveg nóg, því honum gengur illa að ná niður sykursýkingunni..Var í dag í tékki og er frekar að fara upp:( Svo hann þarf að taka á sínum stóra. Hann fékk skammir og viðvörun:) En á þessu þarf að taka, svo mikið er víst.

En nú er ég búin að segja það helsta sem ég man og sendi ykkur öllum mínar bestu kveðjur, hvar sem þið eruð á hnettinum..

Knús í ykkar hús.
Ykkar Silla.


Flettingar í dag: 109
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 124
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 125045
Samtals gestir: 26682
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 22:47:07