31.07.2011 09:34

Aftur og aftur

                                          
                                       Góðan daginn.


Nú er komið að því. 
Eftir tveggja ára hlé ætla ég að fara að setja inn hér smá færslur af og tilemoticon
Betri helmingurinn hefur oft verið að spyrja mig hvort ég ætlaði ekki að skrifa aftur á heimasíðuna mína..Í 3-4 ár var hún eins og nokkurskonar dagbók. En sú sem varð völd að því að ég fer af stað er hún Beggó..Ég lét hana fá linkinn að síðunni..en hún sagði mér að engar færslur fyndust..Það er rétt..þær gömlu eru reyndar hér til hægri. 

Af okkur hér í sveitinni er allt gott að frétta. Við unum okkur stórvel hér og sjáum betur með hverju árinu að það var rétt ákvörðun sem við tókum haustið 2005. Hún var að selja í Sandgerði, flytja í bílskúrinn til Bjössa og byggja Heiðarbæinn hér í Nýlendugörðunum. Nú eru komin 4 ár síðan við fluttum í húsið okkar og þetta er stórkostlegur staður. 

En við vinnum í Sandgerði. Þar er litla fyrirtæki fjölskyldunnar staðsett. Við erum enga stund að renna á milli.. Reyndar er orðin meiri eldneytiskostnaður..en það á við alla. 

Ég er mikið meira úti og geng mikið. Hér er góður staður fyrir barnabörnin að koma og leika sér..Og viti menn þau leika sér úti líka eins og við í gamla daga..Það er eitthvað við umhverfið sem rekur stráka og stelpur út að leika. emoticon

Ég læt þetta duga í bili..En ég kem aftur og aftur og aftur.emoticon
Flettingar í dag: 138
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 124
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 125074
Samtals gestir: 26682
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 23:08:14