05.08.2011 09:51

BEGGÓ                                         Góðan daginn.

Mig langar að segja ykkur frá henni Beggó (Bergljót Gunnarsdóttir) Ég kynntist henni á Moggablogginu mínu í fyrra. Þá var hún að búa sig undir heimfluting frá Kína þar sem hún bjó með Oddi sínum í 3-4 ár. Beggó er mosaik-glerlistakona með meiru. Hún er með skemmtilega frásagnarlist. Hún skrifaði um lífið í Kína á þann hátt að mér fannst ég vera þar stödd..Þarna í fyrrahaust drakk ég í mig sögurnar hennar og beið alltaf eftir nýju bloggi. Svo komu hjúin heim og Beggó fór að undirbúa sýningu á listaverkum sínum sem hún hélt í vor. Ég sagði henni að ég myndi mæta á opnunardaginn sem ég gerði..Ég horfði yfir fullan sýningarsalinn og hugsaði: Finn ég hana? Ó jú..Þarna var hún umvafin fólki og ég stormaði og við féllumst í faðma eins og við hefðum alltaf þekkst. Gunni stóð álengdar og kímdi. Hann er orðin vanur því að ég hitti bloggvinina emoticon

En Gunni átti nú aldeilis eftir að koma við sögu. Við keyptum eitt listaverkið á sýningunni..Ég hélt reyndar að hún ætlaði að eiga það sjálf því verðið var einn milljarður....við keyptum það á brot af því verði emoticon upphæðin var grín auðvitað og tilboð bárust í verkið.

Við heimsóttum Beggó og Odd í lok maí og sóttum Útrásarvíkinginn okkar. Þau voru skemmtileg heim að sækja og við áttum notalega stund hjá þeim. Svo var fastmælum bundið að þau kæmu hingað í Heiðarbæinn..Það gerðu þau á föstudaginn var. Það var ánægjuleg stund..Gunni sýndi Beggó gamla teikningu af tveim riddurum sem hugmyndir höfðu verið um að gera eitthvað úr. Viti menn stelpan fékk mikinn áhuga og langaði að spreyta sig á þessu..Gunni átti að senda henni myndina í tölvupósti. Jú aldeilis skyldi hann gera það..eitthvað hefur hann verið ákafur því hún fékk 65 pósta frá stráknum emoticon
Nú er allt komið á fullt hjá listamanninum svo mikið að gera að hún má ekki vera að því að blogga..Gunni búinn að kíkja í kjallarann á Njarðargötunni og verkið virðist ætla að verða glæsilegt. 

                                       Það er svo gaman að lifa.
Framhald seinna.
Hafið það sem best..
Ykkar Silla.


Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 199
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 125157
Samtals gestir: 26683
Tölur uppfærðar: 25.7.2024 00:13:35