15.08.2011 09:02

Gestagangur                  Góðan daginn gott fólk.

Þessi helgi hefur verið annasöm og bráðskemmtileg.

Hér gistu systkinabörnin Vilmundur Árni Vilhjálmsson og Sigurbjörg Eiríksdóttir þrjár nætur hjá ömmu og afa. 

Við fengum góðar heimsóknir en hver annarri ólíkari..Það gerir lífið svo skemmtilegt hvað fjölbreytileikinn er mikill hjá okkur mannfólkinu. emoticon

Á laugardaginn komu þrjú systkini ásamt frænku sinni og manni hennar. Það voru þau Hrafnhildur, Heimir og Eggert, Auður og Henrik. Það var óvænt og skemmtileg heimsókn..emoticon
Í gær kom Árni Konráðsson móðurbróðir Gunna, Didda konan hans og Sigga dóttir þeirra ásamt dóttursyni sínum. Þeim kemur alltaf svo vel saman frændunum..Gunna og Árna..Hnífurinn kemst ekki á milli þeirra. ekki síst hvað varðar skák og ættfræði..emoticon Gaman að því..Stuttu seinna komu svo Hilmar Bragi og Guðbjörg með krakkana..en þau eru svona eiginleg aukabörn hjá okkur..Þau eru skömmuð og þeim hrósað eftir behag.emoticon Jóhanna og Garðar Ingi komu svo í mat með okkur og yngri börnunum. Hakketti spagetti..var í matinn, ekki erfið matseldin sú.emoticon 

Eins og þið sjáið var nóg að snúast í Heiðarbænum um helgina.
Verið þið sæl að sinni.
Ykkar Silla.

Flettingar í dag: 109
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 124
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 125045
Samtals gestir: 26682
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 22:47:07