Færslur: 2009 Ágúst

16.08.2009 21:51

Sumarið 2009.


Sæl kæru vinir.

Ég held að þess verði minnst lengi hvað sumarið hefur verið gott hjá okkur..Allavega á suður og vesturlandi. Ég man ekki eftir svona löngum kafla sólar og góðviðris..Oft hefur maður minnst þess að fara út í kring um afmælið mitt í lok maí í pilsi eða stuttbuxum. En ég held ég muni ekki svona langt tímabil stanslausrar sólar og þurrks.

En þar sem svo langt er síðan ég skrifaði þá langar mig að fara stutt yfir sögu. Við höfum fengið mjög marga góða vini í heimsókn og margt hefur verið gert. Eins og ég sagði síðast bárum við fúavörn á húsið okkar og nú er bara eftir að mála kjallarann. Um síðustu helgi kíktu hingað Þorvaldur og Auður. Þau voru á rúntinum og sáu okkur úti við..Þannig á það að vera, bara kíkja. Valdi er bróðir Hrefnu vinkonu..En skondið sem það var vorum við einmitt að setja niður lerkitré úr garðinum hjá Hrefnu.. Vona svo að það lifi og vökva helling daglega.

Við vorum boðin í heimsókn til nágrannanna í Steintúni, Sigrúnar og Sveinbjörns. Yndislegt fólk í bústað sem þau eru búin að endurnýja frá grunni. Þar fengum við grillaðann humar og sumir kunnu sig ekki í átinu..Svei mér þá.

Við skruppum um síðustu helgi á Fiskidaginn á Dalvík..Fengum þá flugu í hausinn um að það væri gaman að sjá og reyna sjálf. Reyndar stoppuðum við stutt en höfðum samt mjög gaman að uppátækinu og gistum í bílnum uppi á Öxnadalsheiði.

Sigrún og Alli komu hingað síðdegis í gær..Frábært að fá þau og margt spjallað um gamla og nýja daga. Ég hef þekkt Sigrúnu frá barnæsku og Gunni hefur þekkt þau hjón frá því við kynntumst..

Um helgina hefur Gunni verið að hjálpa fjölskyldunni á V- Stafnesi við að mála þakið og efri hæðina á húsinu. Mjög gaman að geta tekið þátt í svona endurbótastarfi í hverfinu. Ég tók myndir og setti á facebook..Þar hef ég lært að setja inn myndir..Þarf að fá tilsögn á 123.is um það sama.

En þetta er það helsta sem ég man í bili úr veðursældinni í Stafneshverfi.
Hafið það sem best kæru vinir.
Ykkar Silla.

04.08.2009 13:19

Verslunarmannahelgi.


Þá er ein mesta ferðahelgin að baki. Vonandi hafa allir komið heilir heim. Við vorum eins kyrr heima eins og hugsast gat;)  Hreyfanleg samt! Og það voru notaðir vel þessir frídagar. Eiríkur var hér föstudag til sunnudags og hjálpaði pabba sínum að klára að smíða þakkantinn á húsinu. Nokkuð sem hafði dregist.

Kristján vinur Eiríks bættist í hópinn á laugardag. Svo var borin á allt húsið fúavörn og að lokum notuðum við Gunni gærdaginn og þvoðum gluggana úti og inni. Svo maður er mikið lukkulegur með helgina.

Veðrið er búið að vera ótrúlegt. Sól og blíða og allt orðið of þurrt. En í dag er sólarlaust og jafnvel von á rigningu í kvöld. Það væri flott að fá vætuna en svo er maður orðin svo góðu vanur að maður óskar eftir meiri sól....

Í Glaumbæ eru Maddý og Gísli búin að vera að mála líka. Svo það hafa verið nokkur handtökin í hverfinu síðustu daga.

En þetta litla blogg læt ég duga í bili.
Hafið það sem allra best.
Silla.



  • 1
Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 58
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 97181
Samtals gestir: 19696
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 04:26:53